Andvari - 01.01.1897, Page 56
50
Nýp og Skógum, helzt malarhjallinn allt af og er
hann bæöi hár og breiður; í hjallanum eru sandlög,
leirlög og hnullungar á víxl og hefirhann myndazt,
er sjór gekk upp í dalina, en vatnsmiklar ár báru
sand og hnullunga niður i firðina. Síðan riðum við
frá Skógum leirurnar fyrir innan lónin og í Vopna-
fjarðarkaupstað um kvöldið. Vestrárdalur er svipað-
ur Selárdal, fiáir hann mjög út á báðar hliðar og
liggja að honum lágir hálsar; hjallar eru þar líka
beggja megin við ána, og hliðarnar eins og þær
séu jökulskafnar inn eptir.
A Vopnafirði dvaldi eg nokkra daga sakir ó-
tiðar; þá gengu stöðugar þokur og rigningar, svo
ekkert var hægt að fara til rannsókna. Kaupstað-
urinn stendur sunnan á nesinu milli Vopnafjarðar
og Nýpsfjarðar og er nesið mjög klettótt og hrjóst-
ugt, alstaðar eru blágrýtisklappir,.klungur og kamb-
ar kring um bæinn, en mýrasund sumstaðar ámilli;
er landslag við kaupstaðinn svipað því sem er kring-
um Stykkishólm og Djúpavog, og alls ekki fallegt;
útsjónin yfir Vopnafjörðinn er þó heldur lagleg til
fjallanna fyrir sunnan. Sunnan viö nesið liggja 3
klettahólmar og nokkur sker; fyrir framan kaup-
staðinn liggur Skipshólnuir og liggja verzlunarskip
milli hans og lands; þar fyrir utan er Miðhólmurog
þá Leiðarhafnarhólmur; í Miðhólma og Skipshólma
er dálítið varp, sem heyrir undir Iiofskirkju; í nes-
inu fyrir utan kaupstaðinn eru ýmsir kotbæir og
fiskimannaliús; aðalbærinn er Leiðarhöfn. Sjálfur
kaupstaðurinn mun vera í uppgangi, af því fiskiveið-
ar hafa heppnazt þar prýðilega á seinni árurnj það
má heita að þar hafi verið stöðugt mokfiski á hverju
sumri og hafa Færeyingar haft gott af því engu
síður en íslendingar. Það er öll ástæða til að halda