Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 57
51
að Vopnafjörður dafni með vaxandi framtakssemi
og hagsýni, því hér eru lika hinar beztu og fegurstu
sveitir rétt í kring; þó hefir átumein Norðurlands,
Ameríkuflanið, gert þessum sveitum mikinn baga
eigi síður en öðrum. Um kvöldið 8. ágúst fór eg
úr kaupstaðnum upp að Hofi og var þar tvær næt-
ur hjá Jóni prófasti Jónssyni, er sýndi oss mestu
gestrisni og hjálpsemi, sem hann á vanda til; gest-
risni er alstaðar mjög mikil á Norður- og Austur-
landi, eins og kunnugt er, og þá ekki sfzt í Vopna-
firði. Hofsdalur er fagur dalur og búsældarlegur og
grösugt undirlendi í honum að frarnan, háir mel-
hjallar eru beggja megin í dalnum, eins og í öðrum
Vopnafjarðardölum, og dragast þeir satnan að ánni,
þegar upp eptir dregur; ofan á hjöllunum eru víð-
ast móar með laufi og kvistlandi og fjárbeit góð, en
sumstaðar er þó á köflum blásið niður í möl. Háls-
inn milli Hofsdals og Vestrárdals er að framan frem-
ur lágur og hrjóstugur, en þegar ofar dregur verða
brúnirnar hvassari og hærri. Við Teig fyrir ofan
Hof fer dalurinn mjög að þrengjast, en malarkamb-
arnir eru eins háir sem fyrr og myndar áin skoru
milli þeirra, sem smátt og smátt breikkar og verð-
ur að undirlendi. Hofsdalur sjálfur endar góðan
kipp fyrir ofan Bustarfell og er Tunguheiði fyrir
botninum, en upp af Hofsdal gengur vestanmegin
Fossdalur með bæjunum Fossi og Brúnahvainmi, en
að austanverðu er dalkvos óbyggð, sem liggur hærra
en Fossdalur; heiðakot liafa fyrr vertð í heiðinui,
sem nú eru í eyði. Næsta dag riðum við frá Hofi
upp í Hraunfellsdal og fylgdi prófastur okkur, til
þess að sýna okkurlandið. Yzti bær í dalnum heitir
Sunnudalur, og sést hann á uppdrætti íslands, en
dalurinn er miklu lengri í raun og veru en sýnt er
4*