Andvari - 01.01.1897, Síða 58
52
á uppdrættinum; hann nær uppá móts við Bustarfell.
Hraunfellsdalur liggur dálítið hærra en Hofsdalur;
hjallar af lausagrjóti eru þar líka fram með ánni
að framan, en þegar inn eptir dalnum dregur, fellur
áin 1 djúpu gljúfri; efst í dalnum standa tveir bæir,
Hraunfell vestan ár, en Gnýstaðir austan ár. I gljúfr-
inu fyrir neðan Hraunfell hallast basaltlögin 20—
30° inn á við, en lárétt lög eru ofar í fjöllunum.
Hjá Hraunfelli fórum við yfir ána og riðum svo upp
að Gnýstöðurn og svo enn alllangt inn eptir dalnum,
um nrýrarslakka og grafninga, unz við komum að
surtarbrandinum í háum leirskriðum austan við ána.
Surtarbrandurinn iiggur 497 fet fyrir ofan sævar-
mál innan um 40—50 feta þykkar leirmyndanir, og
er basalt í súlum ofan á; leirinn er gráleitur, gul-
leitur og rauðleitur, og surtarbrandslögin þrjú með
nokkru millibili hvert upp af öðru og hér um bii */*
fet á þykkt; merkilegast er það, að á einum stað
milli efsta lagsins og miðlagsins er hnullungalag úr
mjög lábörðu grjóti. Hér hafa menn tekið allmik-
inn surtarbrand og brúkað hann til eldsneytis; ffög-
urnar eru víða góðar og hægt að ná þeim; hvergi
sá eg blaðför, svo ekki er hægt að segja, af hvaða
trjám surtarbrandurinn hefir myndazt. Illviðri var
þenna dag sem a.ð undanförnu, þoka og rigning; um
kvöldið fórum við aptur heim að Hofi. Á Hofi er
mjög reisuleg bygging og stór kirkja; í kirkjugarð-
inum eru legsteinar yfir Einari lækni Guðjohnsen,
Kristjáni Jónssyni skáldi og síra Halldóri Jónssyni;
minnisvarði Kristjáns er súla með hörpu, nafni og
ártali; á minnisvarða sfra Halldórs er upphleypt
mynd hans úr bronzi. Frá Hofi fórum við upp að
Bustarfelli, og svo yfir háls frá Teigi að Hauksstöð-
um í Vestrárdal; var blindþoka á fjallinu, en eigi