Andvari - 01.01.1897, Side 61
55
fram í giljum og skorum og er þar alstaðar ein-
kennilegt grátt móberg, en þunn dilagrjótshraunlög
sumstaðar innan um. Móbergið i fjallgörðum þess-
um er mjög ung myndun svipuð móberginu í fjöll-
unum á Skaptártunguafrétti, en þau hafa myndazt
eptir ísöld. Þegar kom á Vestaribrekku, glaðiiaði
til, svo þaðan sást yfir hina næstu móbergsrana og
hálsa og í fjarska um Fjallabyggð og Mývatnsöræfl;
þaðan lá leiðin enn um sanddali og bungur og er
hvergi grastó úr Haugstorfum í Vegatorfu; á báðum
þeim torfum er roksandur með laufgróðri; loks kem-
ur yzta og vestasta brún fjallgarðsins, Bæjarfjall-
garður; af honum sést bezt vestur yfir Fjallabyggð-
ina, en til suðurs sjást móbergshnúkarnir nálægt
Möðrudal, Grimsstaðanúpar, Grimsstaðakerling og
Hólskeriing, einkennilegir móbergstindar. Um kvöld-
ið settumst við að á Víðirhóli, vorum réttar 7 stund-
ir frá Hauksstöðum og höfðum riðið mjög greitt.
Næsta dag var veðurlagið enn hið sama; þó
var þokulaust á sléttlendi um hádegið og fór eg þá
upp á Bæjarfjallgarðinn til þess að líta yfir Fjalla-
byggðina; þar er alveg Satt land vestur að Jökulsá;
mishæðir engar nema lítilfjörlegar öldur, sem varla
sjást; undir jarðvegi eru roksandslög, þar undir laus-
ir steinar og möl og svo móbergsldappir; slétt-
an nær suður að Grímsstaðanúpum og vestur að
Jökulsá og út f Axarfjörð, þó hún sé mjó þar yzt;
vestan Jökulsár heldur sama sléttan áfram, þvl Mý-
vatnsöræfi liggja á sömu hæð og eru sama eðlis.
Móbergsfjallgarðar takmarka hásléttu þessa alstað-
ar að austan, nema á einum stað, er mjótt hlið
verður gegnum fjallgarðinn, og tengjast þar saman
Fjallasléttan og Búrfellsheiði. Vestan við fjöllin er
graslendi flatt og viðáttumikið, löng mön af harð-