Andvari - 01.01.1897, Page 63
57
umbrot og þar eru því mikil hraun og margar gíga-
raðir. Þegar seinast gaus á Mývatnsöræfum 1875,
myndaðist áframhald af eldssprungunni austan ár
hjá Hólsseli og djúpur pyttur eða skál, en þar gaus
þó ekki. Fyrir norðan Dettifoss, á leið til Axarfjarð-
ar, eru og austan ár gömul hraun við eldgíg þann,
sem kallaður er Kvennsöðull, og mun þeirra síðar
getið. Sunnar á Hólsfjöllum eru engar eldmenjar,
en þó hafa sprungur komið sumstaðar; nærri rnílu
fyrir vestan Hól er t. d. niðurfall mikið, sem kall-
að er Veggir.
Hinn 13. ágúst var enn sama þokufýlan, en
samt fórum við frá Viðirhóli norður á Búrfellsheiði
og Hannes prestur með okkur. Riðum við fyrst
norður með fjöllunum fyrir dalkvos þá, er Fjall-
garðsá kemur út um; þar norður af heldur fjallgarðs-
brúnin áfram og eru þar kallaðir Múlar, austan við
Múla þessa er dalur, sem kallaður er Mórilludalur.
Norður með hlíðunum er alstaðar harðvelli með víði
og lynggróðri; þar eru litlar mishæðir, að eins
lágar öldur og sauðgróður alstaðar hinn bezti allt
norður í Hólsmynni. Hólsmynni er skarð þvert í
gegnum fjöllin og er norðurendi Múlanna sunnan að
skarðinu, en suðurendi Hvannstaðafjalla norðan að
því. Vestan við Hólsmynni eru grunn vötn, sem
kölluð eru Mynnisvötn; í þurkum þorna þau stund-
um upp að rnestu. I skarðinu sjálfu eru ótal hólar,
líklega gamlar jökulöldur. I Hólsmynni var sem
annarsstaðar þoka og súld, svo ekkert sá frá sér
og brátt jókst úrkoman mjög. svo hellirigning varð
allan seinni hluta dags. Við riðtim fyrir mynni Mórillu-
dals, sem er á hægri hönd; þar sprettur Sandá upp
og komum við að henni. Fyrir austan Hólsmynni
byrjar Búrfellsheiði og eru þar alstaðar hinar mestu