Andvari - 01.01.1897, Side 64
slægjur; þetta kvöld sáum við lítið af' landslagi, en
betur næsta dag; við riðum um á Hvannstöðum,
rétt fyrir austan Hólsmynni; bæjarrústirnar standa
þar enn; þar bjó duglegur bóndi góðu búi í 20 ár,
en er hann dó, tók við aumingi, fór á höfuðið og
bærinn lagðist í eyði; fratn hjá bænum rennur
Hvannstaðaá, er fellur í Sandá; túnið á Hvannstöð-
um var svo vel sprottið, að punturinn var í mitti.
Þaðan riðum við um liolt og mýrar að öðrum eyði
bæ, sem heitir Foss og tjölduðutn þar í húðarign-
ingu\
Á uppdrætti íslands eru heiðarnar upp af Þist-
ilfirði mjög fjarri lagi og nafnið Búrfellsheiði er sett
á skakkan stað, allt of austarlega; þetta er eðlilegt,
því hálendið milli Jökulsár og Vopnafjarðar. hefir
aldrei verið mælt og Björn Gunnlaugsson fór þar
ekki um; það sem á uppdrættinum stendur er sett
af handahófi. Efri hluti hallans niður af hálendinu
til Þistilfjarðar heitir Búrfellsheiði, eptir fjalli einu
einstöku, s@m er mitt á milli Hvannstaðafjalla og
Svalbarðshnúka. Margar ár renna því nær samsíða
niður Búrfellsheiði til Þistilfjarðar; vestust er Sval-
barðsá, þá Sandá, hún sprettur upp f Mórilludal og
tekur svo dálítinn krók austur á við að Álptadyngju-
fjöllum; það er hálsarani, sem gengur norður frá
Bungufjöllum; i Sandá rennur Hvannstaðaá niður
undir Vatnsenda; áður hafa árnar runnið jafnhliða
og mynda grösugt daldrag; Sandá rennur síðan fyrir
vestan Balafell (ekki fyrir austan það), rétt fyrir
norðan Hafursstaði og vestan við Vatnsendavatn,
nálægt hlíðum Svalbarðshnúks. Næsta á er Hólkná;
hún sprettur upp austan við Álptadyngjufjallgarð
og vex mjög á vorin, því þá rennur i hana leys-
ingarvatn frá fjöllunum austan við Bungufjöll. Hafra-