Andvari - 01.01.1897, Page 67
61
Vestan með fjöllunum er breið, sendin dæld suður
af Sauðafelli, en hálsahæðir óreglulegar vestur af
henni og heitir þar Tunguheiði. Þegar við komum
þangað vestur, urðu fyrir okkur háir gjábarmar og
hin mestu verksummerki eptir eldgos; milli gjáa hafa
landræmur sigið og í einu slíku jarðfalli hefir gubb-
azt upp hraun úr gigaröð með þvílíkum ákafa, að
margar hraunhellur standa á rönd og skaga eins og
háir drangar í lopt upp. Eldstöðvar þessar skoðaði
eg seinna. Síðan riðum við niður að horninu á Tungu-
felli og niður djúpan, ljómandi fagran dal, sem ligg-
ur vestan með fiallinu; í dalbotnunum eru skrúð-
grænar engjar, víðirunnar og birkihríslur á vixl; fjall-
ið er úr móbergi og hlíðarnar skógi vaxnar. Niður
dalinn hefir fallið hraun það, sem nær niður að Ær-
læk og Klifshaga; á því er djúpur jarðvegur með
skógi, en gjall og hraunskarir sjást víða upp úr.
Siðan riðum við niður hraunið fyrir neðan Hafra-
felistungu; er þar beitiland ágætt í hrauninu, víðir,
lyng pg skógur, en margir tærir lækirog uppsprett-^
ur innan um. Um kvöldið komum við að Skinnastað
og vorum þar um nóttina.
Frá Skinnastað fórum við 15. ágúst að Sand-
felishaga, og næsta dag upp á Axarfjarðarheiði til
þess að skoða Rauðhóla, og fylgdi Björn bóndi Jóns-
son okkur. Vegur þangað er góður og liggur upp á
heiðina' milli Sandfells og Þverárhorns (1716'), því
þar er breitt hlið i íjöllin; móberg er í heiðinni al-
staðar undir, en dólerít ofan á og ísrákir á því.
Vesturheiðin öll er eintómar háar öldur eða smá-
hálsar með dældum á milli, allt austur fyrir Kálfa-
fjöll; svo förum við um Kerlingarhrygg að suður-
enda hraunsins. Vestan við Kálfafell er Gæsavatn
og i því dálitið af mögrum silungi. Iíraunið hefir