Andvari - 01.01.1897, Page 68
62
litið getað rurinið suður á bóginn, því þar er þver-
girðing af hálsum milli Axarfjarðarheiðar og Búr-
fellsheiðar, en aðalstraumar þess hafa runnið til
norðurs, og svo kvíslazt austur og vestur. Hæsti
eldgígurinn er 217 fet á hæð, en af því land er hér
allt flatt, þá er þaðan ágæt útsjón; milli fjallanna
i Núpasveit og Þistilfjarðarfjalla er einlæg slétta
norður í sjó, og sýnist hún liéðan lárétt eins og haf.
Þistilfjarðarfjöllin eru óslitin á hægri hönd, með
Ottarshnúk (1455') eins og spena í miðjunni. Á
vinstri hönd eru Leirhafnarfjöll og Snartastaðanúp-
ur; þá er hlið í fjöllin hjá Presthólum og svo kem-
ur Valþjófsstaðafjall og Þverárhorn. Rauðhólar eru
fremur óregluleð gigaröð, en hafa þó aðalstefnuna
N 36° A.; gígirnir eru hérumbil 10 að tölu; illt er
að greina þá hvern frá öðrum; hólarnir eru í 3 hóp-
um og gígkeilurnar hver niðri í annari; hinn syðsti
hóllinn er langhæstur; hann er allur úr rauðu gjalli
og í honum 6 gígkatlar allstórir, með hraunlögum
og hraunkleprum 1 börmunum. Austur og norður
af hæsta hólnum er stórt niðurfall í hrauninu, slétt
í botninn, en þó stakir hraundrangar upp úr; barm-
arnir eru þverhníptir, en þó eigi meira en 15—30 fet
á hæð; móar eru í botninum ofan á hraunliellunum;
niðurfall þetta kalla menn Kvíar. Nokkuð lýrir
sunnan Rauðhóla er önnur hraunspilda, litil, en sér-
stök; hún hefir komið úr lágum gíg (30'), sem er
skeifumyndaður og allmikill ummáls; austan við gíg-
inn heflr hraunið sigið dálítið, ofan á því er alstað-
ar jarðvegur með krappaþýfi. Aðalhraunið frá Rauð-
hólum klýfst í tvennt nokkurn spöl fyrir neðan gig-
ina; breiðari armurinn hefir runnið niður hjá Kálfa-
fjöllum og niður að Presthólum, en binn mjórri nið-
ur að Ormarslóni; er hann fyrst allfjarri fjallgarð-