Andvari - 01.01.1897, Page 70
Ö4
lokast grasbakkarnir sumstaðar yflr lækina; dalverpi
þetta er milli háls, sem gengur suður úr Tungufjalli,
og hæðahryggja er skilja það frá Tungudalsdrögum;
hraunið hefir runnið niður Tungudalinn, en ekki
komizt inn í dalverpi þetta. Móberg er hér aðal-
efni hálsa og hæða, en viðast hvar er ísnúið dólerít
ofan á. í dalverpi þessu tjölduðum við í nesi milli
tveggja lækja og fórum þaðan skoðunarferðir suður
um heiðina. Heiðin er öldumynduð háslétta, en af
eldgangi og jarðskjálftum heflr landið allt kubbazt í
sundur, og sjást þar ótal jafnhliða sprungur, er s';efna
frá suðri til norðurs; sumstaðar eru sprungurnar
opnar, sumstaðar iokaðar og grasgrónar, og víða
hafa landræmur sigið miili þeirra, svo gjáveggirnir
eru misháir. Upp um sprungur þessar hefir sum-
staðar gubbazt hraun og myndazt eldgígir kringum
uppvarpið; gígaland þetta er kallað Borgir. Aust-
ustu gigirnir standa í breiðu jarðfalli og gjáhamr-
ar á báða vegu; stærsti gigurinn er 160 fet á hæð;
bann er aflangur með 4 opum; þá tekur við annar
gígur með hrauntröðum á báða vegu og svo er norð-
ar einstakur gígur allstór; dólerít er hér alstaðar
undir lirauninu og gjallinu. Litlu vestar en þessi
gigaröð er brött hlíð niður af hálsinum, niður að
roksöndum, sem eru yztu álmurnar af Hólssandi;
utan í hlíðinni heflr stakur eldgigur myndazt úr
hrauni og gjalli og er hár og brattur þeim megiu,
sem að sandinum veit. ITólssandur hér suðvestur af
er breiður og gróðurlaus og er líklega hraun undir
honum mestöllum; á sandinum er löng gígaröð, er
stefnir suður á Kvennsöðul; það er stór gigur langt
suður á sandi; gígir þessir eru mjög sandorpnir; frá
þessum gigum og gígnum í hálsbrúnni hefir hraun
það komið, sem runnið hefir niður Tungudal. Gíg-