Andvari - 01.01.1897, Side 71
irnir hér i heiðinni hafa myndazt á 3 jafnhliða
sprungum; þar sem jörðin hefir sprungið svo, er mjög
eðlilegt, að hraun hefir gubbazt upp úr dýpstu gján-
um. Um morguninn 19. ágúst fórum við úr tjald-
stað vestur yfir liálsana að Ferjubakka um lyngmóa
og birkiskóga, írjósöm og fögur beitarlönd, og. svo
yfir Jökulsá á ferju. Allt útlit er til þess, að Jök-
ulsárgljúfrið sé upprunalega sprunga eða gjá; land-
ið er allt sundurtætt af gjám beggja megin; svo hef-
ir áin fallið í eina sprunguna, grafið sig niður og
víkkað gjána. Frá ferjustaðnum fórum við vestur í
Kelduhverfi og fengutn rigningu og þoku, eins og
marga undanfarna daga. Leiðin liggur frá Asbyrgi
um slétta sanda; ísnúnar dóleritklappir eru þar fyrir
ofan sandinn vestur undir Hól, þá hverfa þær, þvi
hraunið gengur alveg fram á sand og þekur dóler-
ítið. A sandinum eru alstaðar stórir steinar á víð
og dreif; hefir áin borið þá fram í hlaupum. Hjá
Ilóli er Stórá, breið eins og sjór; hún leitar allt af á
suður- og vesturlandið og nú var vöxtur í ánni, svo
hún gekk víða upp á gras og rann um lautir og
dældir inn í móana fyrir austan Keldunes. Þegar
kernur vestur fyrir Keldunes, fer sveitin að fríkka,
því þá koma engi fyrir neðan hraunröndina og í
þeim tjarnir og kílar, en Stórá beygist út á sand-
ana. Frá Garði liggur vegurinn þvert yfir alllang-
an hraunkafla að Víkingavatni. Vikingavatn er all-
stórt vatn og mjög krókótt; þar eru fögur engi ó-
þrjótandi við vatnið og 4 bæir; vatnið er mjög
grunnt, mest 3 áiuir, og er allt af að grynnka; fyrir
framan vatnið er sandur með melhnausum. Um kvöld.
ið komnm við að bænum Víkingavatni og vorum
þar um nóttina, höfðum fengið hellirigningu allan
seinni hluta dags og vorum hálf-illa útleiknir. Á