Andvari - 01.01.1897, Qupperneq 81
75
giltu þó með þeirri breytingu, að ætti framfærslu-
maðurinn að taka arf eptir ómagann eða ómaginn
eptir hann, þá skyldi jafnan ákveða ómaganum, og
þá auðvitað þeim, sem á fjenu voru fyrir, hálfu
minna forlagseyri en ella. Ef framfærslumaður átti
t. d. að erfa systkini sitt, sem var ómagi hans, var
forlagseyririnn að eins missiris björg. Væri t. d.
framfærslumaður fjórmenningur ómagans og ætti að
erfa hann, var forlagseyririnn að eins 4 missira
björg. Að forlagseyririnn jókst, eptir því sem ó-
maginn var fjarskyldari, kom auðsjáanlega af þvi,
að skyldan til framfærisins minnkaði því meir, sem
lengra dró niður í ættliðina og hvarf gersamlega
eptir fjórmennings-frændsemina.
Ef fje framfærslumanns minnkaði frá því er
það var, er hann tók við ómaga, hvarf ómaginn af
fjenu eptir rjettri tiltölu, og þá auðvitað þeir ómag-
ar fyrst, er fjarskyldastir voru. Þá er ómaginn var
barn, var ómagaaldrinum lokið, er það var 16 ára,
ef það var heilt og verkfært.
Ætti nú ómagi engan framfærslumann, var
hann sveitlægur þar, er hann hafði upp fæzt, það
er að segja, hann skylcii eiga framfæri i þeirri sveit,
er hann hafði dvalið í á ómagaaldrinum. Ætti ó-
maginn engan uppeldishrepp, eins og gefur að skilja
að opt gat komið fyrir, er foreldrum var leyfð föru-
mennska með börn sín, hvar sem bezt gengi, þá
kom skyldmennishreppurinn; en það er svo að skilja,
nð þar skyldu menn eiga sveit, er frændi ómagans,
þrímenningur eða skyldari, átti heimili. Gilti einu,
hvort frændinn var þar búsettur eða vistfastur. En
væri nú svo, að sá maður, sem ekki gat framfært
sig sjálfur, ætti engan framfærslumann og eigi held-
úr sveitfesti á uppfæðslu- eða skyldmennahreppi, þá