Andvari - 01.01.1897, Page 87
81
frásögn gamalla manna I ungdæmi þeirra. Magnús
háyfirdómari Stephensen fór 1807 til Danmerkur, og
þá samdi þessi mikli afreksmaður og ættjarðarvinur
ýmsar tillögur til viðreisnar landinu og sendi þær
konungi. Hann vildi þar meðal annars láta auka
völd og veg hreppstjóranna og veita þeim laim, og
munu þessar tillögur hafa haft þann árangur, að
konungur bauð að semja reglugjörð fyrir Island handa
hreppstjórum 21. júlí 1808, og birtist hún árið eptir,
24. nóv., og var kölluð »íslands hreppstjórnarin-
strux« (pr. 1810). En 1812 kom út eptir sama höf-
und »Handbók fyrir hvern mann«, og var það út-
skýring á hreppstjórnarinstruxinu. Hún átti að leið-
beina hreppstjórunum í hinum vandasömu og marg-
brotna verkahring þeirra og innræta almenningi
hlýðni við hreppstjórana og glæða virðinguna fyrir
þeim. Með hreppstjórnarinstruxinu var gersamlega
bönnuð öll förumennska og lausamennska. Hrepp-
stjórarnir skyldu í lengstu lög halda fátækum bænd-
um við jarðir. Þeir skyldu og láta sjer hughaldið,
að farið væri vel með ómaga i öllum greinum og
sjá um að þeir hefðu sama fæði og aðbúnað eins og hjú-
in og börnin á heimilinu. Þegar börnin stálpuðust,
skyldu hreppstjórarnir leggja alla stund á að fá
þau vistuð á góðum heimilum. Eptir instruxinu
var eigi sveitfesti önnur til en fæðingarhreppurinn.
Um alla hluti, framkvæmilega og frarakvæmilega
ekki, átti hreppstjórinn að áminna hreppsbúa sína,
en almúginn skyldi skilyrðislaust hlýða öllu því, er
hreppstjórinn skipaði í embættisnafni, en allan mót-
þróa og óhlýðni hreppsbúa skyldi hann kæra fyrir
sýslumanni, er síðan ljeti refsa þeim, er brotlegir
urðu.
Svo virðist, sem sveitargjöld manna hafi hækk-
6