Andvari - 01.01.1897, Page 88
82
að eigi alllítið, eptir að farið var að beita fyrirmæl-
um »instruxins«. Það er og naumast að undra, er
þess er gætt, að förumennska þoldist þá eigi, og marg-
ir þeirra nú að öllum líkum settir niður á meðgjöf,
er áður höfðu lifað á verðgangi. Hreppstjórar voru
og svo einvaldir eptir »instruxinu«, að sveitarstjórnin
og þar af leiðandi útgjöldin til fátækraframfærslu
hlutu mjög að vera komin undir útsjón þeirra og
framsýni, dngnaði og ráðvendni.
Um sama leyti sem »iustruxið« hljóp af stokk-
unum komu amtmennirnir fyrir norðan og vestan
sjer saman um nokkrar reglur fyrir fátækrafram-
færslu, sem þeir auglýstu 15. apríl 1810 í umdæm-
um sínum. Fátækraframfærslan var þar afnumin,
nema í beinan legg upp og ofan. Að eins skyldi
því farið á flot við aðra ættingja, allt í íjórða lið,
að þeir liðsinntu bágstöddum frændum sínum. I
þeim hreppi skyldu menn eiga sveitfesti, er þeir
hefðu verið búsettir í eða sveitfastir 20 ár. Ef þeir
heíðu eigi unnið sjer sveitfesti á þenna hátt, skyldu
þeir eiga þar sveit, er móðir þeirri átti heimili við
fæðingu þeirra. Eigi vildi amtmaðurinn í suður-
amtinu samþykkjast þessar reglur fyr en 1821, og
má geta nærri, hversu það var óhagfelt og illt eptir
kasta, að eigi giltu sömu ákvarðanir alstaðar á land-
inu fyrir framfærslu þurfarnanna. Fyrir því var
það, að Magnús Stephensen sendi kansellíinu 1816
frumvarp um fátækramálefni á íslandi. Kansellíinu
þótti að sögn frumvarp þetta nokkuð flókið og um
of sniðið eptir fátækralögum Dana. Það ljet því
stytta það og gjöra á þvi þær breytingar, er því
þóttu við eiga. Síðan var það sent embættismönn-
um á Islandi til athugunar. Þá er álit embættis-
mannanna var komið kansellíinu til handa og það