Andvari - 01.01.1897, Síða 89
83
var búið að íhuga málið vandlega, gaf konungur 8.
jan. 1834 reglugjörð fyrir fátækramálefna lögun og
stjórn fyrst um sinn á Islandi.
Eins og auðvitað er og hlaut að vera, var til-
högun og stjórn á fyrirkomulagi fátækramálefna tölu-
vert á annan hátt en lögboðið var í Jónsbók. A
þeirri 51/* öld, er iiðið höfðu, síðan Jónsbók var í lög
leidd, hafði margt breytzt hjer á iandi. Nú lágu,
eptir reglugjörðinni 8. jan. 1834, úrskurðir urn fá-
tækramálefni undir sýslumenn, amtmenn og kansell-
íið í Kaupmannahöfn. En eptir Jónsbók lágu slíkir
úrskurðir undir atkvæði almennings. Reglugjörðin
8. jan. 1834 gjörir 2 stórmiklar breytingar á fátæk-
raframfærslu-ákvæðum (Jónsbókar. Hún afnemur (í
4. gr.) frændaframfærslu, nema í beinan legg upp
og ofan. í 6. gr. lögleiðir hún vinnuhrepp í stað
uppfæðsluhrepps Jónsbókar. Skyldi nú hver maður
eiga sveit í þeim hreppi, er hann hefði dvalið í 5 ár
samfleytt eptir 16 ára aldur, án þess að hafa notið
nokkurs fátækrastyrks. í 22. gr. er flakk og föru-
mennska harðlega bönnuð, sem leyfð hafði verið í
Jónsbók undir sjerstökum ástæðum, eins og sagt
hefir verið.
En ekki undu menn alls kostar vel nje lengi við
ákvæði reglugjörðarinnar um sveitfestistímann. Eigi
voru liðin meira en rúm 11 ár frá því er fátækra-
reglugjörðin kom út og þangað til alþingi íslendinga
var sett f fyrsta sinn í nýrri mynd. Þá komu 4
bænarskrár — frá Borgarfjarðar-, Rangárvalla-, Mýra-
og Snæfellsnessýslum — um breytingu á 6. gr. reglu-
gjörðarinnar. Bænarskrár þessar fara fram á, að
tími sá, er þurfti til þess að vinna sjer sveitfesti í
einhverjum hreppi, verði lengdur; ein bænarskráin
fer jafnvel fram á, að tíminn sje ákveðinn allt að
6*