Andvari - 01.01.1897, Síða 92
T
86
nefndir sýslunnar, en aratsráð í hverju amti, er hafa
skyldi umsjón yfir sýslunefndunum og æðsta úrskurð-
arvald yfir ýmsum sveitarmálum. I amtsráði hverju
skyldu, auk amtmannsins sem forseta, vera 2 kjörn-
ir menn, er allar sýslunefndir amtsins skyldu kjósa.
Sú breyting var gjör á amtsráðunum með lögum 11.
júlí 1890, að þau skyldu 4 vera í stað 3 áður, og
amtsráðsmaður kosinn úr hverju sýslufjelagi, nema
úr Vestmannaeyjum. Með auglýsingu um verksvið
landshöfðingja, dags. 22. febr. 1875, 12. gr., hvarf
úrskurðarvald það undir landshöfðingjann, er dóms-
málastjórnin i Kaupmannahöfn hafði áður haft, í hendi,
að leggja fullnaðarúrskurð á sveitarmál á Islandi.
En því úrskurðarvaldi mun optast beitt um ágrein-
ing milli sveitarfjelaganna um framfærslu þurf'a-
raanna. — Framkvæmd þessara mála er þannig orð-
in alinnlend.
Þá hafa og á seinni árum komið tvenn lög, er
eigi snerta alllftið fátækraframfærsluna, en það eru
lög 4. nóv. 1887 um sveitastyrk og fúlgu og lög 24.
jan. 1890 um meðgjöf með óskilgetnum börnum.
Eptir 1. gr. hinna fyrnefndu laga er hver sá maður,
er þegið hefir sveitarstyrk, skyldur að endurborga
hann sveitinni sem aðra skuld. Eptir 5. gr. er hver
vinnufær maður, sem þiggur af sveit, skyldur að
fara í hverja viðunanlega vist, og vinna hverja
venjulega vinnu, sem sveitarstjórnin ákveður og hon-
um er ekki um megn, meðan hann getur eigi fram-
fleytt sjer og sínurn án sveitarstyrks. Sýslumaður
getur eptir 6 gr. haldið horium til að hlýðnast sveitar-
stjórninni í þessu efni með sektum eða fangelsi.
Eptir að lögin um meðgjöf með óskilgetnum börnum
kornu út, er hægra að ná meðgjöf þeirri er faðirinn á
að greiða með barninu eptir úrskurði amtmanns,