Andvari - 01.01.1897, Page 100
rennandi, eru þeir opt, ef illalætur í ári, komnir á
fæðingarhreppinn sinn, áður en áratugurinn er lið-
inn. Ef sveitfesti væri bundin við heimilishreppinn,
gætu sveitarstjórnir eigi eins beitt brögðum og nú,
með því að enginn hreppur væri þá annar til að
visa þeim á, er þar væri heimilisfastir; eigi væri
heldur til neins að koma mönnum til að þiggja
sveitarstyrk; ekki fengist hann borgaður annarsstað-
ar frá. Eina athugamálið við slíka ákvörðun væri
það, að fátæklingar ættu ef til vill miður hægt með
að t'á að setjast að í húsmennsku við sjó, en treysta
mætti yfirvöldum tii þess að þola eigi hreppsnefnd-
um að banna slíkt um skör fram.
Ef sveitfestin væri bundin við heimilishrepp-
inn, mundu fátækraflutningar og stórum minnka,
enda mundu flestir telja það happ. En að þvi leyti
sem þeir ættu sjer stað, skyldi framfærslusveitin og
dvalarhreppurinn kosta flutninginn, þá er þyrfti að
flytja hann. Sú ákvörðun er í fátækralögurn Dana
1891, 51. gr., að framfærslusveit þurfamannsins borgi
3/i af flutningskostnaðinum, en dvalarhreppurinn ^4,
og virðist það eigi ósanngjarnt.
Þá er enn eitt ráð, sem stórum gæti minnkað
sveitarþyngslin, er fram liðu stundir, en það er að
hverri sveitarstjórn væri lögskylt að leggja í Söfn-
unarsjóðinn í Reykjavík árlega ejnhverja tiltekna
upphæð af tekjum sveitarinnar, t. d. 1 — 4 at hundr-
aði, og mætti það vera á sveitarstjórnarinnar valdi,
hvort hún legði fyrir lægstu eða hæstu upphæðina
eða upphæðirnar þar á milli. Yextina skyldi leggja
við höfuðstólinn, þangað til hálfir vextirnir af höfuð-
uðstólnum samsvöruðu meðalupphæð árstillagsins. Ur
því skyldu hálfir vextirnir borgast árlega til sveit.
arsjóðsins, en leggjast hálfir við höfuðstólinn. Ef