Andvari - 01.01.1897, Síða 105
99
urenda vatnsins (á Þingvöllum), en fjekk lítið kann-
að það vegna illviðra. Jeg hafði ætlað mjer að
kanua vatnið nokkuð nákvæmlega, en þegar til
kom, sá jeg, að það mundi taka allt of langan tima
fyrir mjer, þar sem jeg var útbúinn til langferðar,
því vatnið er svo stórt og bátar i Grafningnum svo
smáir (að eins fyrir tvo menn), en vindsjór tölu-
verður á vatninu, ef hvessir. Jeg hefi því hugsað
mjer, að kanna vatnið nákvæmar síðar, ef tækifæri
byðist. Vatnið er svo merkilegt veiðivatn og eflaust
að mörgu ólikt flestum öðrum vötnum hjer á landi,
að vert væri að kynna sjer það nákvæmar. Menn
álíta, að það sje yfir 70 fðm. djúpt þar sem dýpst er,
en djúpmælingar eru ekki ætið sem áreiðanlegastar
hjá almenningi, ef dýpið er nokkuð til muna. Jeg
var úti á suðurenda vatnsins 6. júlí með Magnúsi
Magnússyni á Villingavatni. Djúpið var mest 8 f.
og botninn ýmist svartur sandur eða hnullungagrjót.
Jurtagróður var eigi mikill og eingöngu slýtegund
ein (chara). í sandleðjunni var nokkuð af hrossa-
flugulirfum, einstaka smákuðungar og örsmáar vatna-
skeljar, Uppi undir yfirborðinu var nokkuð af smá-
kröbbum og mýflugulirfum, en allt var dýralífið frem-
ur fátæklegt, miklu fátæklegra en það reyndist síð-
ar í öðrum yötnum. Má vera að það hafi stafað af
því, að fremur var kalt í vatninu (7,5° C. á yfir-
borðinu, í loptinu 11° C.) og dýralífið því ef til vill
ekki komið í fullan blóma. Fiskur sá, sem í vatn-
inu veiðist, er urriði og bleikja (stórsilungur), og
depla, murta og smáurriði (smásilungur). Bleikjan
og urriðinn geta orðið yfir 20 pd. þung og nýlega
veiddist 26 pd. urriði. Stórsilungurinn gengur á
sumrin upp að landinu og er þá veiddur. Svo nefnd
»átubleikja« fæst stundum á lóð á miklu djúpi. Sum-
7*