Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 106
100
ir ætla, að stórsilungurinn gjóti á grynningum úti í
vatninu, t. d. kring um Sandey. Smáurriðar, sem
jeg hefi sjeð úr vatninu, eru uppvaxandi, eptir ytra
útliti að dæma, og í október eru þeir hrogna- og
sviljalausir; þó er mjer sagt, að þeir gjóti í lækja-
mynnum, en þess eru dæmi um aðra fiska, að þeir
hrygni hálfvaxnir. I maga þeirra fann jeg hrogn
(raurtuhrogn ?). Depla og sumarmarta eru mjög lik-
ar, depla að eins nokkuð stærri; í Þingvallavatni er
ekki mikið um hana; depla, sem jeg sá í Úlfsfljóts-
vatni, er ung bieikja, hina hefi jeg ekki sjeð, en að
líkindum er hún enn þá yngri bleikja. Jeg hefl
fengið til skoðunar nokkrar haustmurtur, veiddar í
október. 3 af þeim voru með fullþroskuðum hrogn-
um og 1 með þroskuðum sviljum; það kemur vel
heim við það, sem mjer var sagt um gottíma henn-
ar, að hann sje í síðari hluta september og október;
þessar murtur voru allar um 8” að lengd og er það
vanaleg stærð hennar; í maga þeirra voru annað-
hvort leifar af smákröbbum, eða að eins slím. Marg-
ir ætla að þessi murta sje sjerstök tegund af silungi,
en jeg get ekki sjeð nein einkenni á henni, er greini
hana frá bleikju sem sjerstaka tegund, þvf liturinn
er breytilegur á fiskum sömu tegundar, en að hún
hrygriir, bendir á að hún liafi náð fullum þroska, en
það er reyndar ekki áreiðanlegt merki. Það getur
vel verið að hún sje afbrigði af bleikju, sem af ein-
hverjum orsökum ekki nær vanalegri bleikjustærð,
en það vantar enn sannanir fyrir því hvort hún
geti orðið stærri, eða ekki, en þær verða að eins
fengnar með því að merlcja murtur og sleppa þeim,
og sjá hvort þær hafa vaxið, ef þær fást siðar.
Haustmurtan veiðist frá því í 22. viku sumars, þang-
að til langt fram á haust. Stundum veiða menn