Andvari - 01.01.1897, Side 107
101
kring um 1000 murtur á dag og má af því marka,
að mikil mergð er af henni í vatninu, og 600—1000
aí henni blautri fara í klyfjar á hest. Veiðiaðferð-
irnar eru ýmislegar, einkum eru höfð lagnet og opt
á siðari árum tíðkaður »írekstur«, þ. e. menn fara
á bátum fram með iagnetunum utanverðum, þar setn
þau liggja með fram landi, og styggja silunginn þann-
ig, að hann hleypur í netin. Þessi veiðiaðferð þyk-
ir sumum ísjárverð, halda, að á þennan hátt veiðist
meira en hollt sje fyrir viðkomu silungsins. Einnig
er nokkuð veitt á vorih á lóð á djúpinu af mögrum
silungi og beitt ánamaðki. Litið eitt er dorgað upp
um ís.
í Ölvesvatnsá, sem rennur út í vatnið hjá Öl-
vesvatni, var fyrir 40 árum góð urriðaveiði og veitt
með ádrætti; en svo tóku menn að leggja net fyrir
ármynnið og þá hvarf urriðinn smám saman úr ánni,
og nú veiðist þar ekkert. Hefir liann ef til vill átt
gotstaði í ánni, en lagzt frá, þegar hann komstekki
lengur í ána. Jeg sá ekki nema lítinn partafánni,
en eptir því, sem mjer var sagt af henni, eru víst
í henni hentugir riðblettir.
Menn álíta að veiðinni í Þingvallavatni fari
heldur aptur, þótt murta hafi reyndar veiðzt í meira lagi
2 síðustu ár, og einkum haí'a menn þótzt verða var-
ir við, að stórsilungurinn, sem nú veiðist, sje smærri
en stórsilungur sá, er áður veiddist, og menn gjöra
nú netin smáriðnari en áður.
Veiði i vatninu er stunduð frá 17 bæjum og
meðalveiði mun vera nærri 66000 af smásilungi (með-
alþyngd um ]/5 pd.) og 10000 af stórsilungi (meðal-
þyngd 1 pd.) á ári.
Hjá Villingavatni er tjörn ein grunn, er jeg
kannaði meðfram löndum. Botninn er leðjuborinn