Andvari - 01.01.1897, Side 108
102
og töluverður jurtagróður af vatnsaxi og þúsund-
blaði. Af dýrum var i henni mikið at' kuðungum,
og vorflugulirfur á botni og smákrabbar. Hitinn í
henni var 12,2° C. (í loptinu 11°). Áður var f henni
töluverð urriðaveiði, en nú lítil sem engin. Him-
brimi hetir sezt að i henni á síðari árum og verp-
ur þar; þykir urriði hafa þorrið þar síðan. Rið-
blettur er enginn á henni, en urriði hef'ir hrygnt á
malarbletti i áveitulæk, sem rennur úr henni út í
vatnið.
Ur Þingvallavatni rennur Sogið með mjög stríð-
um straumi í einum stokki eptir halla, myndar lág-
an foss rjett fyrir ofan ferjustaðiun hjá Kaldárhöfða,
og út i Úlfljótsvatn. Það er fremur lítið vatn. Það
er alldjúpt, ept.ir sögn Guðmundar Magnússonar á
t
Ultljótsvatni um 30 f., þar sem það erdýpst. Jurta-
gróður í því er litill, því botninn er sendinn, en
mikið af mýflugnalirfum. Þar veiðist bæði stórsil-
ungur (urriði og bleikja) og smásilungur (smáurriði
og depla um 8” að lengd). Deplan veiðist mjög
frá Jónsmessu og þá hverfur stórsilungurinn um tíma.
Á vetrum verða menn hans ekki heldur varir; það
hefir verið reynt að veiða i vökum, en ekki orðið
vart; halda því sumir að hann komi á vorin úr sjó,
gegnum undirgöng (sem menn þó ekki vita frekar
um) undir f'ossunum fyrir neðan vatnið, því ekki
fer hann yflr þá, en fari ekki í Þingvallavatn. Aðr-
ir f'ullyrða, að hann dragi sig á djúpið að haustinu
og figgi þar á vetrum, og það finnst mjer senni-
legra. Veiðarfærin eru lagnet, og á síðustu árutn
30 f. löng, mjög smáriðin ádráttarvarpa úr digru
garni og er dregið á með henni í svo nefndu »Keri«
í norðurenda vatnsins. Jeg mældi möskvavídd á ýms-
um netum við bæði vötnin; var hún á urriðanetum