Andvari - 01.01.1897, Side 109
103
21/*", á bleikjunetura lu/i«" — l7/s", á murtunetum
ia/3i" og- á ádráttarvörpum 13/ie", mælt á þurrum
netum (]/4 af möskva ummáli). Veitt er í vatninu
frá Úlfljótsvatni, Villingavatni, Kaldárhöfða og Brú.
Veiðin er talin að vera 300 stórsilungar og 3000
smásilungar árlega. Kvartað er yfir þvi, að veiðin
þverri mjög á síðustu árum, og kenna menn vörp-
unni um það, sem tekur allan fisk, smáan og stór-
an. Að það sje svo, sjest einnig af því, að menn
veiða ekki meira nú með þessari fullkomnu vörpu
en með ófullkomnari netum áður, sem slepptusmæsta
fiskitium í gegn.
1 sjálfu Soginu veiðist dálitið af vænum silungi
síðari hluta sumars á dorg íyrir neðan fossana hjá
Syðri-Brú. Riðblettir var mjer sagt að væru neðan
undir miðfossinum. Á Soginu sá jeg mikið af önd-
um, þar á meðal toppendur.
Eins og alkunnugt er, er mikið af mýflugu (mý-
biti og toppflug) við þessi vötn. Segja menn, að
á liverju sumri komi 3 »göngur* af (mýbiti), hin
fyrsta um Jónsmessuleytið og svo hinar með þriggja
vikna millibili. Lirfurnar að þessum flugum lifa í
vötnunum, koma svo í ógurlegum flokkum upp í
yfirborðið og skriða flugurnar þar út úr lirfuhýðinu;
þar sem vindur stendur á land, reka að landi hrann-
iraf hömum og hálfútskriðnum flugum, sem þá verða
krium og öndum að bráð. Þannig stóð á, þegar jeg
fór yfir Sogið 7. júli. Flugan kom þá með langsið-
asta móti sökum undanfarandi kulda. Flugan og
lirfurnar hafa eflaust mjög mikla þýðingu sem fæða
fyrir silunginn.
Næsta vatn, sem jeg kom að, var Hestvatn.
Það iiggur norðvestan undir Hestfjalli, er allstórtog
mjög vogskorið (miklu vogskornara en sýnt er á ís-