Andvari - 01.01.1897, Side 113
lega stór (eitt yfir 3"). Silungur er enginn í vatn-
inu svo menn viti og hefir ekki verið. Sagt er,
að einu sinni haíi verið fluttir 2 silungar í það, en
hafi báðir fundizt dauðir skömmu síðar (hafa víst
verið langt leiddir, þegar þeim var sleppt). Á vatn-
inu sá jeg himbrima, sem verpur þar. Ur vatninu
rennur lækur niður Valagil. Vatnið á að vera nyk-
urvatn. Efiaust gæti silungur lifað i vatninu, ef
hann væri fluttur þangað óskemmdur, eða frjóvguð
hrogn eða ungviði sett í vatnið. Jeg vildi helzt ráða
til að flytja þangað bleikju (úr Hestvatni); hún ætti
að geta þrifizt þar vel, eptir þeim skilyrðum að dæma,
sem vatnið hefir.
í Ölvesá, Hvltá og ám þeim, er í þær renna, er
töluvert af silungi, mest urriða, er gengur úr sjó
(sjóbirting). Hann gengur í árnar frá því snemma
á vorin og fram á haust. Þannig veiðist töluvert
(um 700 árlega) af 3—4 pd. sjóbirting i Ölvesárósi
frá Ose>rrarnesi, en kópar spilla þar veiði; á Kiðja-
bergi við Hvítá veiðist nokkuð af urriða og bleikju
siðari hluta júlimán. og fram eptir sumri, og í Laug-
arási og Auðsholti í Tungum veiðist litið eitt af ur-
riða og bleikju, bæði snemma á vorin, þegar ísa leys-
ir af Hvítá (sjóbirtingur), og svo á haustin. Á Kóps-
vatni fæst og silungur, en hann þverrar á siðari
árum. Stærstur urriði hefur fengizt þar 12 pd. I
Brúnrá og neðst i Tungufljóti er nokkuð af silungi.
Jeg hefi áður minnzt á silunginn í Soginu. I BakJcár-
holtsá og Varmá, er renna i Ölvesá, er litil sem engin
silungsveiði. í Litlu Laxá verður vart við silung all-
an veturinn lijá Rafnkelsstöðum og er talið víst, að
hann hrygni þar í ánni; sumt af honum er kallað
sjóbirtingur, er menn, eptir vaxtarlagi að dæma, halda
að sje smálax. — í öllum þeim ám, er renna i Hvitá