Andvari - 01.01.1897, Side 114
108
fyrir ofan Gullfoss, er bæði urriði og bleikja; sama
er að segja um Hvítárvatn og ár þær, er i það renna.
Á öllu þessu svæði verður vart við smásilung í flest-
um lækjum og smátjörnum. Jeg sá smásilung í
skurði með fram vegi í Flóanum.
Skammt fyrir ofan Þjórsárbrúna eru í Holtun-
um tvö silungsvötn, Herridarhólsvatn og Gíslaholts-
vatn (Hagavatn). Á kortinu er fyrra vatnið sett of
nærri Þjórsá, og hún allt of mjó, oflangt ámillivatn-
anna og síðara vatnið mjög skakkt að lögun, norð-
urhlutinn gjörður of stór i samanburði við suðurhlut-
ann, sern í rauninni er stærri. Jeg kannaði bæði
vötnin. I Herríðarhólsvatnifann jeg mest dýpi 7 faðma,
en mest dýpi er sagt að sje 10 faðmar. Með fram
landi er stór möl eða urð í botni, en leðja lengra
úti. Jurtagróður var ekki mikill, helzt þúsundblað,
vatnax og vatnamosi (fontinalis). Smádýrrlíf auð-
ugt og sainskonar og í áðurnefndum vötnum; þó fann
jeg þar bióðsugu. Ur vatninu rennur lítill *lækur út
í Þjórsá. Erlendur bóndi á Herríðarhóli sagði mjer,
að bæði veiddist urriði og bleikja, að eins iítið af
urriða; bleikjan er smá, 7—8" og */* pd. að þyngd,
en urriðinn stærri. Bleikjan gengur á haustin upp
að landi, til þess að hrygna á mölinni, og á hún þar
víða riðbletti. Erlendur sýndi mjer einn nærri landi;
var þar stórt grjót í botni. I silungsmögum hefur
hann opt fundið hrogn og liornsíli. Veitt er að eins
frá Herríðarhóli og Kambi og að eins hálfsmánaðar-
tima á haustin, þegar bleikjan gengur að landi; er
hún þá einkum króuð inni á einum riðbletti með
netum. Veiðitíminn fer seinkandi, því silungurinn
gengur seinna á grunnið nú en áður. Ársveiði er
að jafnaði 1 >/s>—2 þúsund. Optast er veitt í lagnet,
en nokkuð hefur verið reynt með lóð og beitc hrogn-