Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 115
10!)
um og ánamaðki. Einu sinni veiddust 12 silungará
hrossakjötsbeitu.
Gislaholtsvatn er meira en helmingi stærra en
hitt; það er allt grunnt, 2—3faðmar; botninn, jurta-
gróður og dýralíf hið sama og 1 hinu, en jurtagróð-
ur miklu stórvaxnari og stóð vfða upp úr vatninu á
1—2 faðma dýpi. Veitt er i því frá sex bæjurn
(Gíslaholti, Raftholti og Hagahverfi). I því er bæði
bleikja og urriði; hann veiðist einkum á vorin, en
bleikjan áhaustin, og á hún víða riðbletti, sem menn
vita af. Mest er veitt í lagnet, með l'/i' möskva-
vfdd minnst, en opt er illt að veiða, vegna hins stór-
vaxna jurtagróðurs. Nýlega var reynd ádráttarveiði
með fram löndum og veiddist mjög vel, en á eptir
þótti mönnum minnka um silung. Lóð hefur og lít-
ið eitt verið notuð. I Gíslaholti veiðist árlega um
2 þús., en fiest smátt (»/2 pd.). Veiðin þverrar ekki.
I hvorugu vatninu er vakaveiði á vetrum. Him-
brimar og endur eru á þeim báðurn. Menn segja,
að fiskgeng undirgöng sjeu milli vatnanna, þótt það
geti naumast verið, því allbreitt eiði úr grjóti og leir
er á railli þeirra. Úr Gíslaholtsvatni rennur lækur
norðan undir Gfslaholtsfjalli í Þjórsá.
Milli Holta og Út-Landeyja kvislast Þverd og
myndar ÞyJcJcvabœjarvötnin, áður en hún rennur í
Þjórsá. En af því að þessar ár renna allt öðruvisi,
en á kortinu er sýnt, þá ætla jeg að lýsa rennsli
þeirra nokkuð ýtarlegar hjer, samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem þeir Þórður alþm. Guðmundsson í
Hala 0g Ólafur búfræðingurv Ólafsson í Lindarbæ
gáfu mjer um þau. Á kortinu er sýnt kringlótt stöðu-
vatn fyrir austan Háf. Þórður sagði mjer, að fyrr-
um hefði verið vatn á þessum stað (kortið er víst
hjer algjörlega tekið eptir sjókortinu frá síðustu alda-