Andvari - 01.01.1897, Síða 117
111
Aptur hefur hann fundið hornsíli og »pöddur« í maga
silunga, er veiðast snemma á vorin. Meðalþyngd
silungs er 1—2 pd., en 20 punda urriðar hafa feng-
izt. Sumir álíta að silungurinn hrygni í lygnum
hyijum með sandmöl i botni í Þverá neðanverðri,
og marka það af því, að þar veiðist silungur með
miklum hrognum, en þó hafa menn ekki sjeð hrogn
í botni. Aðrir halda, að hann hrygni á hvítum vik-
ursandsbotni í Fiskivatninu, en það þykir mjer ótrú-
legt, því sandurinn er svo laus og ljettur, að hann
er á sífelldri hreyfingu fyrir straumnum, svo hrogn
geta naumast haldizt þar við. Veiði er stunduð af
12 búendum úr Þykkvabæ og úr Iiáfshverfi að eins
að mun frá Hala. Aðalveiðin byrjar um mitt suraar
og er varla stunduð lengur en til 10. sept. Mest
er veitt í ádráttarnet á bátum og möskvavídd net-
anna er minnst P/2". Síðari hluta veiðitímans eru
höfð lagnet í Háfshverfi og lögð útfrá torfbryggjum;
smáriðnustu lagnet hafa 1" möskva. Þórður áleit
veiði hjá sjer vera um 500 á ári og að hún væri
nokkuð minni hjá Þykkbæingum. Hann liefur veitt
í 27 ár. Veiðin er að aukast á síðari árum.
Ytri-Eangd er breið neðst, frá fossunum fyrir
neðan Ægissíðu. Þessir fossar eru lágir, en uppi hjá
Arbæ er allhár foss í henni. Frá neðri fossunum
og niður á móts við Artún er stunduð silungsveiði
í henni úr Bjóiuliverfi. Þorsteinn Jónsson á Rafn-
tóptum sagði mjer, að þar veiddist bæði urriði og
og bleikja (sjóbirtingur) og að bleikjan gengi á und-
an. Þegajl austanstormar eru, gengur silungurinn
meira í Rangá en í Þverá, vegna skjólsins, og bezt
veiðist þegar Þykkbæingar geta ekki veitt vegna
storma. Hann álitur, að ekki sjeu riðblettir í ánni
fyrir neðan fossana, vegna flugsands í botni. Aðal-