Andvari - 01.01.1897, Page 122
um. Hefur hún þrifizt þar vel og hefur verið þar
lengi nokkur veiði. Tjörnin er djúp og með hraun-
botni. Ernir og fiskiendur eru tíðar við hana.
Fyrir innan Krísuvík er Kleifarvcitn. I því
hefur verið silungur á öldinni sem leið (sbr. ferða-
bók Egg. Ólafssonar, bls. 873 og 878), en nú er þar
enginn silungur (Paterson konsúll hefur ekki orðið
var við hann og er hann þó vatninu vel kunnugur).
Jeg gat ekki kannað vatnið, því enginn bátur er nú
við það. Jeg kannaði nokkuð tvö smávötn hjá
Krisuvík, Grœnavatn og Gestsstaðavatn. Hið fyrra er
kallað svo af litnum, sem er blágrænn og kemur af
hinum gula lit bothsins og dýpt vatnsins. Það lítur
út fyrir að vera í gömlum eldgíg og eru ýmsbrenni-
steinssambönd í botnleðjunni. I því fann jeg enga
kvika kind og engan juriagróður. Gestsstaðavatn
hefur hvorki að- nje afrennsli og er víst alldjúpt;
utan með er möl og grjót í botni, en úti í því leðja.
Jurtagróður að eins (sem jeg sá) lítið eitt af slýi og
startoppar. Smádýralíf var allauðugt og sams kon-
ar og f öðrum vötnum, sem jeg kannaði. Jeg rjeð
til, að láta bleikju (úr Herdisarvikuitjörn) í það, og
hið sama mætti gera við Kleifarvatn.
Vötnin í Mosfellssveit hef jeg ekki haft tíma til
að skoða enn þá, en silungur er í sumum þeirra og
einnig í Elliðaám. Um eitt þeirra, Selvatn, sagði
Guðmundur bóndi i Elliðakoti, að það væri 12—14
f. djúpt og að silungur hrygndi í því. Veiði stundar
hann að eiris í því á haustin. Fyrsta árið, sem
hann veiddi þar, fjekk hann mikið, annað árið
minna og þriðja árið ekJci neitt. Svo reyndi hann
það ekki i þrjú ár, en síðan hefur hann allt af veitt
nokkuð, en raiklu minna en fyrsta árið. Vatnið er
lítið.