Andvari - 01.01.1897, Qupperneq 123
117
Á ferð minni um Kjósina, ætlaði jeg að kanna
Meðalfellsvatn, en að eins einn bátur, sem ekki var
talinn »sjófær«, var við það; en Finnur á Meðalfelli,
gamall maður, gat gefið mjer góðar upplýsingar um
það. Vatnið er allstórt, en er að grynnka af fram-
burði lækja, er i það renna og af jurtagróðrinum í
þvi. Fyrir 50 árum var sagt, að dýpið í þvi væri
mest 20 faðmar; fyrir 30 árum mældi Finnur það, og
mældi þá mest 13 f. Dýpst er það í SA.-endann, en
jafndjúpt, um 5 f., að NV. Möl er í botni með lönd-
um, en leðja og jurtagróður úti í því. I vatninu
veiðist urriði og bleikja. Urriðinn gengur á haustin
upp i iækina (til að lirygna), en bleikjan hrygnir
á líkurn tíma nálægt landi. Á sumrin fer silungur-
inn niður í ána Bugðu, sem rennur úr vatniuu út í
Laxá, til þess að eta »dýr« (kuðunga?), sem sitja á
steinum í ánni, og silungur, sem veiðist í ádrátt,
hefur magann fullan af þeim. Hornsílieru í vatninu
og finnast í maga á stórum urriðum. Bleikjan er
mjög smá, '/4 pds., og stærst 1 pd.; urriðinn er að
jafnaði 1 pd., en 5—10 punda urriðar fást. Ekki
ber á því, að sá silungur, sem veiðist nú, sje smærri
en sá, sem fekkst í ungdæmi Finns. Þá var all-
mikil veiði i vatninu og að sögn enn meiri áður; nú
er hún litil. Mestallt er veitt á vetrum í vökum
á dorg og beitt lcrcekling (úr Laxvogi), en að eins
lítið i net.
I fyrra vetur var mikil ísveiði, betri en að
Undanförnu, og á síðustu sumrum hafa menn veitt
allvel með ádrætti (í net með 1" möskvum), þar
sem áin fer úr vatninu, og Englendingar hafa veitt
vel á stöng í Bugðu. Sex bæir eiga veiði í vatn-
inu. Toppendur og himbrimar eru þar tíðum.
Um lifnaðarháttu silungsins í sjó hef jeg ekki