Andvari - 01.01.1897, Side 124
118
fengið mikið að vita, nema það, að hans verður
vart við og við með fram ströndinni frá Þjórsá að
Garðskaga. Þannig veiddust nokkrir sjóbirtingar
(urriðar) í síldarvörpu, er iögð var milli skerjanna
á Eyrarbakka, meðan jeg stóð þar við í sumar; mag-
ar þeirra voru fullir af sandsíli. I Selvogi verða
menn varir við urriða með fjörunum og einn hefur
fengizt 17 punda þungur. I Hópinu í Grindavik
hefur orðið vart við hann og í Ósunum í Höfnum
opt. I fyrra sumar sá jeg líka sjóbirting (urriða),
sem var að ganga upp Hvítá, hjá Hvítárvöllum i
ágústmánaðarlok og var mikið af smásild i maga
hans.
Jeg hefi þá kannað, eða fengið upplýsingar um
öll silungsveiðivötn á svæði þvi, sem jeg fór um og
eru þau hvert öðru mjög svipuð að botnlagi, jurta-
og dýralífi, og þau, sem eru á sljettlendi, eru öll
grunn; hin, sem fjöll eða hæðir liggja að, eru dýpri.
Jurtagróður i þeim hluta Þingvallavatns, sem jeg
kannaði, var þó ólíkur gróðrinum i öðrum vötnum.
Jeg mun siðar minnast betur á árnar i sambandi
við laxveiðarnar, en skal þó geta þess nú þegar, að
svo lítur út, sem silungur gangi miklu fremur en
lax i ár með lausum sandbotni, t. d. í Landeyja-
árnar og Rangá.
Eitt merkasta atriðið við stöðuvötnin er, að
veiðin í flesturn þeirra fer þverrandi, eptir samhljóða
dómi ýmsra merkra og kunnugra manna, er jeg
talaði við, og það óðum sumstaðar. Því miður hafa
engir veiðimenn á þessu svæði haldið skrifiega tölu
á afia sínum um undanfarin ár, þótt slikt sje ofboð
yrirhafnarlitið. Þess vegna er ekki mögulegt n ú,