Andvari - 01.01.1897, Page 127
121
úti um þau. í hlaupum geta ár drepið mikið aí
fiski. Drepsóttir geta og gengið meðal fiska, en það
er sjaldgæft. Miklu stöðugri hætta er fiskinum bú-
in af öðrum dýrum. Bæði urriðar og bleikjur eru
sólgnar í hrogn og urriðinn etur mikið af bleikju-
seiðum. Við flest þau vötn og ár, sem jeg var við
í sumar, var mikið af fugli og þar á meðal veiði-
bjöllur (svartbakarj, himbrimar, lómar og fiskiend-
ur. Allir þessir fuglar lifa mjög á iiski, einkutn
smáfiski, og veiðibjöllur og ernir drepa bæði stór-
silung og lax.
I ánum er apturförin í veiði miklu minni eða
engin; hætturnar af náttúrunnar völdum eru þar að
vísu jafnmiklar og í stöðuvötnum, ert hættan, sem
stafar af veiði, er minni og liggur það einkum í þvi,
að hinn uppvaxandi silungur leitar til sjávar og kem-
ur ekki aptur i árnar fyrri en hann er orðinn
þroskaður. Sá silungur, sent veiðist i ánum, er geng-
inn úr sjó, og er því að jafnaði vænni. Aðalatriðið er
þvi, að nokkuð af tiðsilung geti náð að komast á
riðblettina og hrygnt þar í friði.
Það sem því, að mínu áliti, ætti að gjöra til
þess að koma í veg fyrir fiskþurð, eða apturför í
veiði í stöðuvötnunum, er: 1. að liafa netin elclci of
smáriðin, en minnsta möskavídd gæti verið nokkuð
mismunandi í ýmsum vötnum, eptir þeirri meðal-
stœrð, sem fiskurinn nær í þeim. Það mundi jafna
sig upp, þótt menn fengju nokkuð tærra, ef það
væri vænna. 2. að riðblettir sjeu algerlega friðaðir
fyrir neta-ádrætti og lagnetum og miklu heldur
varðir fyrir aðsókn fiska, sem vilja eta hrognin
meðan þau eru að klekjast út. 8. helzt að friða
silunginn um hágottímann, þótt ekki væri nema 2—
3 vikur. 4. að takmarka vakaveiði i grunnum vötn-