Andvari - 01.01.1897, Qupperneq 135
129
um það leyti, sem jeg var þar. Menn kenna seln-
um og aukinni veiði i Ölvesá um.
Næsti veiðibær, sem jeg kom að, var Kiðjaberg;
þar hefir verið veitt lengi. Jeg mældi þar hitann
í ánni og var hann 10, 5° C., og i einni af lindum
þeim, er þar runnu í ána, var hann 3, 2° C. Gunnlaugur
Þorsteinsson heldur að lax muni hrygna á þessum
stöðum, en veit þó ekki af neinum riðblettum, en
laxinn sækir að lindunum og er í ánni fram tiljóla,
og finnst stundum dauður í ísjökum. Einu sinni hef-
ir hann orðið var við lus á laxi. Fyrir 1870 veiddust
100—200 laxar árlega, en svo fór veiðin þverrandi,
þegar farið var að veiða á Armóti og í Langholti.
Gunnlaugur var einn af þeim fáu, sem gátu gefið
mjer nákvæma tölu á veiðinni um undanfarandi
ár. 1870 veiddust 46 laxar, svo 141, 133, 124, 98,
52, 84, 75, 62, 5, 38, 30, 83, 20, 68, 36, og 1886 23,
síðan kringum 20 árlega. Sels verður þar opt vart,
en hann gjörir lítinn skaða. I Laugarási, skammt
fyrir neðan mynni Stóru-Laxár, hefur Guðmundur
hómöópati stundað veiði í 13 ár. Eingöngu veitt í
ádráttarnet, sem nú eru orðin 40 fðm. löng. Hann
sagði, að jafnvel veiddist úti í ánni og við bakkana,
og að veiðin væri bezt síðast í júlí. Ekki veit hann
af neinum riðblettum í ánni þar í nánd. Veiðinni
hefir hnignað mikið; fyrstu árin fjekk hann 50—60
mest, en á síðari árurn 20—30. Álitur hann aukna
veiði niður frá, og selinn aðalorsök hnignunarinnar.
Fyrir ofan ármót Hvítár og Stóru-Laxár eru
klappanefin, sem eru svo tið niður frá, sjaldgæf og
áin mjög breið fram undan Ytrihrepp miðjum. Á
þessu svæði hefir ávallt verið veitt f ádráttarnet,
sem nú eru orðin allt að 40 fðm. löng. Laxinn
kemst ekki lengra en upp að Gullfossi. Á þessu
9