Andvari - 01.01.1897, Side 139
133
an selnum neðan til í ánni, og meðan hann er ó-
þreyttur að synda á strauminn. Menn hafa einnig
tekið eptir því í öðrum löndum, að hann hafi neðan
til í á á einu dægri farið þann veg, sem hann of-
an til í henni hefir þurft 8 daga til að fara, og að
mótvindur hvetji hann ágöngunni. Selur sjest mjög
sialdan eða aldrei í Stóru Laxá, en tíðar i flvítáfyr-
ir ofan ármótin, og álitur Brynjólfur, að laxinn flýi
undan selnum upp í Laxá. Aldrei hefir hann orðið
var við neitt i laxmögum, og aldrei sjeð lús á laxi.
Riðblettir voru áður í Laxá uppi hjá Sólheimum (þar
byrjar fyrst malarbotninn í ánni) og eflaust lika í
öllum hyljum lengra upp frá, því þar var ekkiauð-
ið að komast að laxinum fyrir torfærum. Fugl
segir hann að sje að minnka við uppárnar, og smá-
silungur (smálax ?) i lækjum að hverfa. Veitt var
áður 1 Stóru-Laxá frá Syðra Langholti, Birtingaholti,
Sóleyjarbakka, Hólakoti, Hreppholum, Núpstúni,
Hörgsholti og Sólheimum hægra megin, frá Heiga-
stöðum, Eiriksbakka, Sandlækjarkoti, Sandiæk,Skarði,
Glóru, Háfholti, Hlíð og Laxárdal vinstra megin við
ána, og eingöngu með ádrætti. Þegar Brynjólfur
fór að búa, fyrir 20 árum, fjekk hann um 200 laxa
á sumri og stundutn meir. Einu sinni veiddi hann
110 laxa einn dag, og annað surnar 200 laxa á ein-
um degi. Þá var veitt langt fram á vetur; þannig
veiddi hann einu sinni 8 eða 10 laxa á þrettándá,
og eina hrygnu, ekki mjög magra, á góuþrælinn.
Nú er veiðin mjög lítil, 4 — 5 laxar á sumri. Isum-
ar var hún þó óvanalega góð: 30 laxar, en fremur
smáir. Þeir laxar sem veiðzt hafa á siðari árum
hafa opt verið með netaförum. Ekki segir hann að
laxinn sje smærri nú en áður, og honurn bar saman
við Sigurð á Kópsvatni um margt, sem snerti hætti