Andvari - 01.01.1897, Page 143
137
hún þá árið eptir og ber þá meir á ungviði á eptir.
1888 veiddust 116 laxar (leigt siðari hluta sumars),
1889 234 (leigt á sama hátt), 1890 206, 1891 leigt,
92 588, 93 220, 94 178, 95 leigt, 96 477. Það lítur
því út fyrir, að vel borgi sig að leigja ána öðru
hverju. 1885 var stofnað laxaklak á Reynivöllum,
hið fyrsta hjer á landi, og stóð það í 3 ár, en lagð-
ist svo niður vegna ósamheldni fjelagsmanna, og
þykir þeim síra Þorkeli og Þórðl á Hálsi ver farið,
þvi þeim þótti fljótt bera meir á ungviði meðan það
stóð.
Eptir sögn síra Þorkels var áður töluverð veiði
í Leirvogsá i Mosfellssveit. En fyrir 40 árum tóku
menn að draga mjög á í voginum sjálfum og veiddu
mikið; eptir það þótti veiðinni hnigna; nú er hún
engin. Hið sama sagði hann mjer um Köldukvísl,
er rennur i Leirvog. Lítur út fyrir, að ádrátturinn
hafi fælt laxinn burt og hindrað uppgöngu hans í
ána. Vart verður opt við lax með fram löndum frá
Reykjavik og inn að Geldinganesi; og hefir hann ver-
ið veiddur nokkuð í kálfanót frá Reykjavík og í á-
dráttarnet i Elliðaárvoginum. í Grafarvogi hefir í
gamla daga verið hlaðinn garður báðum rnegin frá
landi og sett net fyrir opið; með útfalli tæmist vog-
urinn, en lax og annar fiskur hefir þá orðið eptir
fyrir innan.
Eptir því sem sagt er hjer að framan um lax-
veiðar, þá hafa orðið miklar breytingar á þeim í
Hvitá og þverám hennar á siöasta mannsaldri. Um
og fyrir 1860 var mest veiði í uppánum, en litil
neðantil í Hvitá og Olvesá. En svo varð lax smám-
saman verzlunarvara til útlanda, og þá tóku menn