Andvari - 01.01.1897, Page 147
141
og í kringum mynni þeirra. A þessu svæði er mjög
lítið gjört að því að flæma burtu selinn frá veiði-
stöðunum. Vitaskuld er að settar eru upp hrœður sum-
staðar á látrunum, en selurinn mun varla bera
mikla virðingu fyrir þeim til langframa. Að eins á
Selfossi og næstu bæjumþarum kring er hann skot-
inn að ráði. Það er ekki nóg að biðja alþingi um
að semja lög um að selur sje rjettdræpur i ánum;
menn, sem laxveiðar stunda, verða að sýna það í
verkinu, að þeir gjöra sitt til að eyða honum fyrir
sínu landi, svo geta þeir með rjettu beðið alþingi
um að afnema friðhelgi selalátranna neðst í ánum;
Hvað Ölvesá snertir, verður erfitt að flæma burt sel-
inn úr henni, eins breið og hún er. en ef menn
tækju sig saman, mundi vist mega styggja hann
raikið, einkum ef setið væri fyrir honum í ósnum,
þegar hann gengur upp í ána á vorin. Nú sem
stendur eru það einmitt selveiðamennirnir, er mest
drepa af sel. En að selurinn eigi á þessu svæði að
vikja fyrir laxinum er sjálfsagt, því á árunum 1885
—94 (10 árum) hefur verið fluttur út lax úr kaup-
stöðum Arnessýslu fyrir nærri 80000 kr. (samkv.
verzlunarskýrslunum), en afurðir af sel fyrir tæpar
10000 kr. Og þar að auki hefur talsvert af laxi
sem veiðzt hefur í Ölfusá verið flutt til Reykjavík-
ur, og sjálfsagt nokkuð af selskinnum líka. Á þessu
tímabili hefur útflutningurinn frá Reykjavík verið:
lax alls fyiir tæpar 94000 kr., selsafurðir fyrir rúm-
ar 11000 lcr. Selsafurðirnar frá Reykjavik hafa þó
að mestu komið af Mýrunum. 3. að stofna laxaJclak
við þær af uppánum, sem hægast væri að ná í rið-
lax i og þaðan mætti flytja frjóvguð laxhrogn og
klekja þeim út við ár þær, sem nú eru orðnar lax-
lausar og bezt eru fallnar til að taka á móti ung-