Andvari - 01.01.1897, Page 148
112
viði. Sörauleiðis mætti einnig hafa silungsklak við
silungsvötnin. Kostnaðurinn við lax- og silungsklak
er ekki svo ýkjamikill og opt raá hafa útbúnaðinn
mjög einfaldan, og vil jeg bvað það efni snertir vísa
á ritgjörðir Feddersens í Andvara XI—XII ár og A.
Thorsteinsons í Tímar. Bmfjel. II. Til þess að menn
fái hugmynd um kostnaðinn við allfullkomið lax-
klak, vil jeg geta þess, að klakhúsið í Hjarðarholti
kostaði með öllum útbúnaði (vatnsveitingu) 241 kr.
57 a. Kalífornskir klakkassar 13. kr. (má klekja
6000 iaxhrognum í hverjum). Lækjaklakvjel 25 kr.
Síra Þorkell á Reynivöllum álítur, að fá megi mann
tii að gæta klaksins og veiða riðfiska fyrir 150 kr.
um veturinn. En fyrat og frernst eiga menn að láta
lúna náttúrlegu klákstaði i friði, og fremur verja þá
fyrir skemmdurn en hitt.
Jeg hef heyrt menn efast um, að klak geti kom-
ið hjer að nokkrum notum, og benda á, að lítill hafi
orðið árangurinn af klaktilraunum þeim, sem hjer
hafa verið gjörðar. En sú byrjun er ekki nægsönn-
un fyrir því, því klakinu verður að halda áfram í
nokkur ár til þess að af því megi sjá verulegan á-
rangur; jeg hefi þegar minnzt á þann árangur, sera
menn hafa sjeð af Reynivallaklakinu. Menn þykj-
. ast ekki sjá neinn árangur af Þingvallaklakinu (þ.
e. ekki orðið varir við neinn lax í vatninu), en jeg
vil fræða menn á því, að Gfuðmundur á Ulfijótsvatni
heldur, að hann 1890 hafi veitt lax (6'/2 pd.) í Úlf-
ljótsvatni, og Magnús á Villingavatni hyggur, að
menn hafi í Þingvallavatni veitt smálax innan um
murtuna, án þess að veita því frekari eptirtekt.
Það væri óskandi, að hlutaðeigendur veittu því meiri
athygli. Hjarðarholtsklakinu er jeg ekki kunnugur
enn.