Andvari - 01.01.1897, Page 151
145
inni. Það er löng skipsganga. Þorsteinn hreppstjóri
Jónsson í Vik fræddi raig vel um fiskiveiðarnar í
Mýrdalnum. Aðalveiðarfærið á öllu þessu svæði er
haldfærið og allt aí fiskað við laust. A* vetrarver-
tíðinni eru hafðir stórir sigurnaglaönglar raeð »síld«,
eða beitt kverksiga, en utan vertíðar rainni önglar
íslenzkir og þá beitt kjöti af fýl eða lunda, eða
ýmsu úr fiskinura sjálfura, því landbeitu vantar og
síldar eða sílis hafa menn hingað til ekki aflað sjer.
Á færunum eru 3*/2 punds blýsökkur, stuttar. Lóð
hef'ur verið reynd lítið eitt í Vik, en háfurinn hefur
spillt mjög afla á hana; hún hefur og verið reynd
við Jökulsá, en ekki lánazt vel, líklega vegna skorts
á góðri beitu. Skötulóðir hafa að eins verið reynd-
ar lítið eitt á grunni. Hákarlaveiði var iitið eitt
stunduð um miðja þessa öld, en lagðist niður aptur.
Skipin eru áttróin i Vík með 12 á, en tíróin utar í
Mýrdalnum. Utan vertiðar nota Víkurmenn smá-
báta, aðrir ekki. Skipalag hefur um langan aldur
verið hið sama, likt og í Landeyjum, en á síðari ár-
um er farið að vanda skipin meira en áður. Segl
eru lítið notuð. Ferniseruð sjóklæði úr eltiskinni
nota Víkurmenn á siðustu árum og lánast þau vel.
Sjávarbotninn fyrir Mýrdalnum er að mestu leyti
leirbotn, nema á 30—45 f. dýpi er mjótt hraun, sem
liggur með fram landi i áttina til Vestmannaeyja.
Aðgrunnt er þar og ’/2 niílu frá landi er um 20 f.
dýpi. Vesturfall er langtlðast. Um þyrskling er
fremur lítið; varaseiði sjást ekki í Vík, en »þorsk-
murta« (þorsk-seiði) sjást opt í Dyrhólaós, og þorsk-
ur gýtur þar eflaust opt og eptir got leggst hann,
en litið aflast þó aí legufiski; veiddu menn þó áður
töluvert af honum. Á haustum byrjar fiskurinn að
koma i djúpið og smá-nálgast svo land, einkum úr
10