Andvari - 01.01.1897, Side 154
148
dugnaðarbændur í Vík, Halldór og Þorsteinn Jóns-
synir, eru nú að hugsa um að leggja veg, 80 faðma
langan, yfir urðina, helzt járnbraut, ef þeir geta feng-
ið til þess styrk að nokkru leyti af opinberu fje.
Væri öll þörf á því, að þeir fengju liann, svo fram-
sarlega em verkfróður maður áliti mögulegt að leggja
slikan veg, með ekki allt of miklum kostnaði. Frá
urðinni hefur Brydes verzlun látið leggja 1000 álna
langa járnbraut að verzlunarhúsunum. Vík er nú
orðin mjög þýðingarmikill staður fyrir sveitirnar þar
í kring. Arinað, sem lendingarleysið á þessu svæði
hefur í för með sjer, er það, að hingað til hefur
ekki verið mögulegt að fá salt aðflutt, og er því all-
ur fiskur hertur. Að gjöra Dyrhólaós skipgengan
(fyrir opin skip) er naumast framkvæmandi, þar
sem sandurinn berst að jafnharðan. Hvort það ann-
ars borgi sig, að stunda fiskveiðar undir Ryjafjöll-
um og í Landeyjum, með því fyrirkomulagi, sem nú
er, er efamál, því hinn langa tíina, sem skipin eru
ekki notuð, liggja þau i sandinum og skemmast. I
þriðja lagi er beituleysið til mikils hnekkis.
A svæðinu milli Þjórsár og Olvesár eru veiði-
stöðurnar Loptstaðir, Stokkseyri og Eyrarbakki, og er
Stokkseyri helzt þeirra. I þessar veiðistöður sækja
um vetrarvertiðina sjóróðrarmenn úr ýmsum sveitum
Árnes- og Rangárvallasýslu; hefur útvegur og sjó-
sókn aukizt þar mjög á síðasta maunsaldri; hefur
það verið samfara því, að smámsaman hafa menn
lagt niður haldfærið, sem áður var eina veiðarfærið,
en tekið lóðina upp í staðinn. Þannig voru fyrir 1850
á Loptstöðum að eins höfð haldfæri og stórir, berir
önglar á vetrum, en á vorin var ýsa krækt og á
hverju færi tveir önglar, og beitt að eins »ljósabeitu«.
Um 1850 tóku menn að brúka ýsulóð á vorin með