Andvari - 01.01.1897, Page 155
149
200 önglum, Hjer um bil 15 árum síðar fóru menn
að brúka lóð með 600 önglum siðari hluta vetrarog
eptir 1870 lóð alla vertíðina og haldfæri með fram
fyrri hluta vetrar og á síðari árum eingöngu lóð.
Þannig hefur einnig breytzt á Stokkseyri, en á Eyr-
arbakka hefur ávallt verið höfð lóð, því þar fóru
menn fyrst að stunda sjó að ráði um 1870. Vetrar-
lóðirnar eru nú alllangar, 14—1500 á Loptstöðum,
17 — 1800 á Stokkseyri og Eyrarbakka. Þær eru
ætíð beittar í landi og þvi íarið til lands eptir hvert
»kast«. Meðan þær voru styttri, var beitt á sjó
milli kasta. Menn hafa reynt að brúka þorsklóðir
með smáhneifum á, en þær hafa ekki lánazt vel;
bezt reynast önglar nr. 7 fyrir þorsk. Landbeitu-
skortur er mjög mikill á þessu svæði, að eins lítið
eitt af öðu og sandmaðki. Til fyrstu róðra á vetr-
arvertíð er opt mjög erfitt að fá næga beitu og er þvi
öllu beitt, sem unnt er, hrossakjöti og jafnvel sauða-
kjöti. Þegar fiskur er fenginn, er beitt innyflum úr
honum, einkum hrognum. í fyrra vetur tóku menn
að kaupa frosna síld í Reykjavík og sögðu menn
mjer, að hún væri óefað miklu ódýrari, þangað flutt,
en sú landbeita, sem þar er að fá. Einnig hafa menn
gjört tilraunir til að veiða síld í lagnet, en þær hafa
ekki lánazt vel; sjeu þau lögð innan skerja, fyllast
þau af þara, en sjeu þau lögð utan skerja, skemm-
ir háfurinn þau, og auk þess er sjór hjer mjög ó-
kyrr. Menn eru því að hugsa um að veiða sild í
reknet og virðist mjer það tiltækilegast, einkum síð-
ari hluta sumars, ef síld þá annars gengur þar í
sjó um það leyti, sem er næsta líklegt. Eptir ósk
manna þar hefi jeg gefið þeim nokkrar bendingar
um fyrirkomulag á reknetaveiði. Menn amast þar
alls ekki við síldarbeitu, og nú er í ráði að reisa ís-