Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 175
169
lega. Jeg hefi skoðað töluvert af henni (veiddri á
Vatnsleysuströnd í byrjun raaímán.). Hún var stór
(30 cm. = IVI2" að raeðaliengd), maginn úttroðinn
af smákröbbum og hrogn hjer um bil hálfþroskuð.
Sumarslld (spiksild) kemur 1 júlí og ágúst. Hún er
minni en hin, meðallengd 25,2 cm. (9" 7"'), mælt á
110 síldum, sem fengust í sumar i águst á Reykja-
víkurhöfn. Hún er mjög feit 0g utan um þarmana
»mör«, að eins fáar þeirra er jeg skoðaði voru lengri
en 26 cm. og að eins hrogn í tveimur hinum stærstu;
3 voru undir 23 cm. að lengd. Hún lítur út fyrir
að vera ekki fullvaxin síld. Þessi síld er mjög góð
til matar, en hefur verið lítið veidd hjer, fyr en f
sumar, af því að menn hafa ekki haft nógu smá-
riðnar vörpur. Hún var full af rauðátu, þegar hún
kom, en tæmdist meðan hún stóð við. — Haustsíld
gengur f september og október; hún er álíka stór
og vorsíldin, en feitari. Menn segja, að síld gjóti í
Faxaflóa. — Smásíld, sem sjómenn kalla kópsíld,
kemur og í flóann. Jeg skoðaði hana í maí 1895.
Lengdin var 9,3—12,5 cm. Það er ung (ársgömul?)
hafsíld. Jeg fjekk eina frá Helga kaupmanni Jóns-
syni i Borgarnesi (tekna í október 1895 í Borgar-
firði). Hann segist hafa tekið eptir þvi, að hún komi
þar inn í fjörðinn á vorin með laxinum og að lax-
mn lifi á henni þar. Meðan jeg stóð við á Eyrar-
bakka í sumar, rak þar mikið af mjög smárri síld
(lengd 4,5 cm.). Það var ung hafsíld (‘/2 árs göm-
ul tæplega).
Eflaust mætii reka síldarveiðar í miklu stærri
stýl á Faxaflóa en hiugað tii hefur verið gjört, ef
rjettilega væri að farið, og vil jeg einkum benda á
reknetaveidar, sem Faxafiói er betur fallinn til en
hið opna haf úti fyrir. Menn gætu og hagnýtt sjer