Andvari - 01.01.1897, Page 176
170
þá síld, sem veiðist, miklu betur en sem komið er,
sem verzlunarvöru, fæðu og beitu,
Af öðrum flskitegundum en þorski, ýsu og síld
veiðist í flóanum skata, heilagfiski ognokkuðafsteinbít,
djúpt, ogmikið af hrognkelsum í sumum árum, einkum
við innanverðan flóann. Sandkola og skarkola hef-
ur og verið mikið af, emkum skarkola, og það er
hann, sem hefur hænt botnvörpuskipin ensku svo
mjög á flóann árið sem leið. Koli þykir hafa þorr-
ið nokkuð á síðari árum, jafnvel áður en botnvörpu-
skipin komu. Smáupsi kemur og stundum í miklurn
torfum og er nokkuð veiddur í Hafnarfirði í vörpur.
Hákarl og hámeri ganga stundum innst inn á fló-
ann.
Til beitu hata menn krœMing, sem sóttur er
inn í innstu voga flóans, en annars er hann víða
með ströndunum frá Vogum og inn með, t. d. í þör-
unum við Ströndina, í Bessastaða- og Lambhúsatjörn-
um, við Seltjarnarnes og í þörunum kringum eyj-
arnar við Reykjavík, en mest í Laxvogi í Kjós. Jeg
hefi gjört nokkrar athuganir viðvíkjandi æxlunar-
tíma hans og lifsskilyrðum, en þareð það er að eins
byrjun, ætla jeg ekki að birta neitt um það að sinni.
Svo brúka menn sandmaðk, öðu, lirognkelnarœgsni,
sild og á vorin sandsí'd, er menn veiða í háf úr
sekkjadúk. Aða er mikil í þörunum við Ströndina
og rekur opt mikið upp af henni í brimum á Kálfa-
tjörn; svo er nokkuð af lienni lengra inn með. Sand-
maðkur er rnikill i Vogum og Njarðvíkum. Nokk-
urn ímugust hafa sumir menn við flóann á sild sem
beitu. Kúskel er bæði í Faxaflóa og austur með, en
hvergi notuð til beitu; smokkfisk rekur stundum og
er hann þá notaður, en veiddur er hann ekki.
Skötutegund eina nýja, þ. e. a. s., sem vísinda-