Andvari - 01.01.1897, Page 185
179
að læknishjálp, og yíirsetukonuhjálp, svo og
greptrunarkostnaður eigi skoðast sem sveitarstyrk-
ur, og eigi verður heimtað dvalarsveit endur-
goldið af framfærslusveit.
að breytt er reglum um heimsending á sveit
sína.
Færeyjar hafa fengið ný lög um fátækramál-
efni (frá 10. apríl 1895), að miklu sniðin eptir fá-
tækralögum Dana.
Noregur.
Lög Norðmanna um þetta efni eru tvenn frá
6. júni 1863, önnur fyrir kaupstaði, hin fyrir sveit-
irnar; er lögunum fyrir kaupstaðina breytt nokkuð
með lögum frá 17. júní 1886, 6. júní 1890, og 10.
júlí 1894; en lögunum fyrir sveitirnar með lögum
14. júní 1884, 17. júní 1886, 14. júní 1890 og 10.
júlí 1894.
Iijer verða að eins tilfærð nokkur atriði úr fá-
tækralöggjöf Norðmanna fyrir sveitirnar. Tilvísun
til laganna frá 1868 er gjört með því að nefna §
Vitskertum mönnum og munaðarlausum börn-
um yngri en 15 ára skal framfærslu veita að til-
hlutun sveitarstjórna og börnuuum uppfræðslu (§ 1.)
Hrumum og sjúkum gamalmennum, er hjálpar eru
þurfandi, skal styrk veita af sveitarsjóði, þegar fá-
tækrastjórn telur þess þörf (§ 2). Vinnandi og heil-
brigðum mönnum, og annars þeim, er nokkur efni
haf'a til framfærslu, má venjulega eigi veita sveitar-
styrk. Þó er fátækrastjórn leyft að hjálpa slíkum
mönnum,einkum effyrirsjáanlegt er, að þeir verði ann-
ars örþrota (§ 3). Engan má taka á sveitarframfæri
þann, er á framfærisskylda menn að, er færir eru
um að annast hann. Hjón eiga hvort annað fram
12*