Andvari - 01.01.1897, Page 196
190
ingarbrjef frá utanríkisráðaneytinu og frá hinu kgl.
danska landbúnaðarfjelagi.
Jafnf'ramt hef jeg fengið nokkrar upplýsingar
i löndum þeim, er jeg fór um, viðvlkjandi söluskil-
yrðum á íslenzkum fiski, verkuðum eins og þar er
venja.
Hjer með leyfi jeg mjer að leggja fram skýrslu
um þær upplýsingar, er jeg hef safnað á þessari
ferð minni.
Á Þýzkalandi dvaldi jeg um hríð í Hamburg.
Þar hefir danska stjórnin eins konar umboðsmann
(Statskonsulent), sem gert er að skyldu að fræða
Dani um allt, sem að verzlun með landbúnaðaraf-
urðir lýtur, einkum með tilliti til sölu á dönskum
nautpeningi á Þýzkalandi. Maður þessi, hr. J. Arup,
gaf mjer margar upplýsingar um þýzka fjármark-
aði, sem þó varla geta orðið að neinu gagni fyrir
Island. Auk þess stóð jeg við í Köln, en þangað
er flutt mikið af söltuðum þorski i tunnum (Laberdanj,
og spurðist jeg því fyrir um sKilyrði fyrir innflutu-
ingi á slíkum fiski frá Islandi.
Á Hoilandi stóð jeg við í Rotterdam og VJaar-
dingen.
I Belgíu kom jeg við í Antwerpen, Bryssel og
Verviers, og fjekk margar bendingar um sauðfjár-
sölu þar, einkum hjá norskum Generalkonsul (kaup-
ræðismanni) þar, hr. P. Ottesen, en hann hefir gjört
Noregi mikið gagn með því, að styðja að innflutningi
á norsku fje til Belgiu.
Á Frakklandi dvaldi jeg í París, Lille og Dun-
kerque, og fann þar góð skilyrði fyrir innflutningi á
islenzku sauðfje.
Eptirfylgjandi skýrsla er aðgreind þannig, að