Andvari - 01.01.1897, Síða 205
199
parta um sama leyti. En eigi rnaður að eins kaup
við annan þeirra, má búast við því, að hinn partur-
inn reyni að níða gæði hins íslenzka fjár, til þess
að spilla fyrir keppinaut sínum.
Samkundan í París gefur út vikublað, er nefn-
ist: Journal de la boucherie en gros de Paris. Blað
þetta er mjög útbreitt um allt land, og væri ef til
vill hagur að því, að fá það til að taka fram gæði
hins islenzka fjár.
Af framanrituðu má sjá, að ætíð eru vand-
kvæði mikil á því fyrir útlendinga, að komast I beint
samband við neytendurna eða smákaupmenn þá, er
að síðustu selja kjötið. Hagkvæmast mundi efiaust,
að senda fjeð í umboðssölu til einhvers af hinum
stærri umboðssölumönnum á affermingarstöðunum og
láta þá sjá um að skipta farminum í smærri hluti.
Þess mun varla verða krafizt af dönskum konsúlum,
að þeir hafi áhuga á og tíma til að útbreiða þekk-
ingu á islenzku fje, eða greiða fyrir sölu þess, og
þareð enginn »Statskonsulent« er skipaður fyrir Frakk-
land, þótt slíkur maður eflaust þar gæti gjört fullt
eins mikið gagn, eins og þeir x,Statskonsulentar«,
sem sitja á Englandi og Þýzkalandi, verður útflytj-
andi sjálfur að kynna sjer ástandið, en að öðru leyti
reiða sig á umboðsmenn sína.
Hjer með læt jeg fylgja nöfn hinna stærstu um-
boðsmanna og stórkaupmanna á Frakklandi, er verzla
með sauðfje, og bæti jeg við nafn hvers eins stuttri
lýsingu á því, er jeg hef orðið áskynja viðvíkjandi
verzlun þeirra.
Gondrand fréren, Ðunlcerque, stunda að eins
umhoðssölu og selja árlega 60—80,000 fjár frá Ar-
gentina.
Alphonse Delaeter, Dunkerque, er toll- og skipa-