Andvari - 01.01.1897, Page 208
202
ur, slátur og mör án borgunar, jafnvel þótt fjenu sje
slátrað á kostnað þess, er sendir, og verðið reiknað
eptir niðurlagi.
Þá er ennfremur bæjartollur (Accise) í Paris
og nemur hann ll6/io ctm. pr. kilo á kjötinu (um
4*/io aurar á pundið).
Tollur og sölukostnaður i París nema alls frá
5 til 10°/o af brúttosöluverðinu.
Skírteini frá hlandi.
Með fjárfarminum eiga að fylgja tvö skírteini;
annað þeirra skýrir frá, hvaðan fjeð sje, og á frakk-
neski konsúllinn á þeim stað, þar sem fjenu er skip-
að út, að undirskrifa það. En ef enginn frakknesk-
ur konsúll er á staðnum og ekki er hægt að ná til
neins slíks, þá er að öllum Hkindum nægilegt að fá
skirteini frá yfirvaldinu og frá konsúl einhvers ann-
ars lands þar á staðnum. Hitt er skírteini dýra-
læknis og á að votta, að engin veiki sje í íjenu, og
að enginn »epizootiskur« fjársjúkdómur hafi gengið
i því hjeraði) þaðan sem fjeð er, þrjá hina siðustu
mánuði, áður en fjeð var flutt á skip.
Belgía.
Belgia er eitt meðal þeirra landa, þar sem
sauðakjöt er uppáhaldsmatur. Landið er fjölbyggt
mjög, og með því landbúnaðurinn getur ekki fram-
leitt nægilegt til að fullnægja þörfum manna i þessu
efni, eru þar góð skilyrði fyrir fjárinnflutningi frá
öðrum löndum. Til Belgíu er árlega flutt inn um
190,000 fullorðins fjár og lamba til neyzlu þar i landi.
Hjer með er ekki talið c. 190,000 fjár, sem innflutt
er og útflutt þaðan aptur til annara landa, einkum