Andvari - 01.01.1897, Page 212
206
G. Rommelaire & fils, Bruxelles, hafa mikla
umboðsverzlun.
De Voss, Bruxelles, Rue de Kindt.
Louis Vandingenen, Bruxelles.
Innflutningstollur á sauðfje til Belgíu er 2 frank-
ar (um 1 kr. 40 aura) fyrir fullorðna kind og 1
franki (c. 70 aura) fyrir livert lamb.
Fjenu verður að fylgja sams konar skírteini og
til Frakklands, og fjeð verður að geymast í sóttvörn
3 daga, þar sem það er flutt á land.
Holland.
Á Ilollandi er lítið borðað af sauðakjöti. Eigi
að síður er þar mikii fjárrækt, og þar að auki inn-
flutt talsvert fje, einkum frá Þýzkalandi, en mest-
megnis er því slátrað á Hollandi og kjötið flutt út
nýtt, einkum til Englands. Þó hefur fje einnig ver-
ið flutt út á fæti, einkum til Frakklands, en nú sem
stendur eru mikil veikindi (munn- og ldaufnaveiki) í
hollenzku fje, og Frakkar hafa því bannað innflutn-
ing á því.
Jeg álít þvi mjög efasamt, að hægt sje að koma
upp markaði á Hollandi fyrir lifandi fje frá Is-
landi.
Þýzkaland.
Af framanrituðu má sjá, að rnikill fjöldi lifandi
sauðfjár er fluttur út frá Þýzkalandi. Auk þess er
útflutt talsvert af nýju sauðakjöti, einkum til Eng-
lands. Fjárræktin er því mestmegnis byggð á út-
flutningi; landsmenn borða sjálflr tiltölulega lítið af
sauðakjöti. Fjárverzlun er þar mikil. Magurt fje
er keypt í hinum ófrjóvu hjeruðum og selt til fitun-
ar í þau hjeruð, þar sem kjarngott fóður fæst