Andvari - 01.01.1897, Page 213
207
með góðu verði. Fitunarhjeruð þessi eru t. d. Dit-
marsken, vesturhluti Sljesvikur, Iiarzen, Braun-
schweig, og hjeraðið í kring um Magdeburg, þarsem
mikið er ræktað af sykurrófum.
Stærstar sóttvarnarstöðvar eru í Hamburg og
Altona, en með því að ýmsir hættulegir sjúkdómar
hafa opt komið upp á þessum stöðvum, eru bænd-
ur hræddir við að kaupa þaðan fje til að ala, og
væri því sóttvarnarstöðin í bæ, sem Tönuing heitir,
líklega hentugri fyrir affermingarstað, ef á annað
borð getur komið til mála að senda lifandi fje frá
Islandi til Þýzkalands.
Á markaðnum í Hamburg eru árlega seld um
100,000 fjár. Stórkaupaverð er um 50 Pfennig
(um 45 aura) kjötpundið af lökustu kjöttegundum.
Haldið er að fá muni mega um 20—26 B,mk. (17 kr.
80 aura til 23 kr. 14 a.) fyrir íslenzka sauði í Ham-
burg, en þar frá verður að draga um 6 Rmk. (5 kr.
34 a.) í toll og útgjöld þar.
Samkvæmt brjefi og áætlunarreikningi frá ein-
um hinum stærsta umboðssölumanni í Hainburg, hr.
II. Dall, má að líkindum gjöra ráð f'yrir að meðal-
tali um 152/s Rmk. (um 13 kr. 94 aura) nettó fyrir
kindina á sölureikning frá Ilamburg. Ef þar frá
dragast um 6 kr. fyrir fargjald og kostnað á Islandi,
þá mundu bændur á íslandi að eins fá netto 7 kr.
94 aura fyrir hverja kind.
Eptir þessu að dæma eru ekki miklar líkur
til að hægt sje að stofua markað á Þýzkalandi fyr-
ir íslenzkt fje.
í Tönning eru útgjöldin ef tii vill nokkru minni
en í Hamburg, en mismunurinn er þó varla svo
mikill, að útflutningur til Þýzkalands muni geta borg-
að sig.