Andvari - 01.01.1897, Page 214
208
Skyldi einhver æskja frekari upplýsinga um
fjármarkaði á Þýzkalandi, leyfi jeg mjer að vísa til
hins danska Statskonsulent, hr. J. Arup, v. Essens-
trasse 1, Eilbeck, Hamburg, sem hefir lofað að svara
fyrirspurnum þar að lútandi.
Saltaður fiskur.
Þegar litið er á allar skýrslur um fiskiföng,
sem á hverju ári flytjast á heimsmarkaðinu af fiski-
veiðunum við strendur íslands, er sárt til þess að
vita, að að eins lítið eitt af þessum mikla auði verð-
ur landsbúum að notum.
Norðmenn taka meiri hluta sildarinnar, Frakk-
ar veiða þorskinn og Englendingar skafa marar-
botninn með botnvörpum sinum, til þess aðtakaþað,
sem þá er eptir kvikt á miðunum.
Islendingar hafa til skamms tima að eins haft
sín litlu fiskiskip og opna báta, og á þeim hafa þeir
stundað þorskveiðar og hákarlaveiðar. Á síðustu
árum má þó sjá gleðilegar framfarir i þessutn efn-
um; þilskipaflotinn til þorskveiða er stöðugt að auk-
ast, og landsmenn taka meiri og meiri þátt í sfldar-
veiðunum á Austurlandi. Mikla þýðingu fyrir fiski-
veiðar landsmanna hafa og frystihús þau, sem nú
eru byggð í mörgum kauptúnum, þar sem geyma
má nýja sild til beitu.
En þrátt fyrir þessar framfarir vantar enn mik-
ið á, að íslendingar njóti til fulls þess arðs af bin-
um auðugu fiskimiðum sínum, sem þeim ætti þó fið
vera hægast að ná, þar sem miðin eru svo að segja
undir handarjaðrinum á þeim.
Kola- og lúðuveiðar eru lítið sem ekkert stund-
aðar af íslendingum. Fiskiveiðar þessar eru eink-
um stundaðar af botnvörpu-eimskipum, og til þess-