Andvari - 01.01.1897, Síða 216
210
ungar frá hnakka til sporðs og verða að vera á hon-
um 2 skurðir hvítu megin og2skurðir dökknu meg-
in. Önnur stærð er frá 17 —18 þumlungar, og eru
á honum 3 skurðir ails; þriðja stærðin er frá 14—16
þumlungar og eru einnig á honum 3 skurðir, einn
dökknu megin, en 2 hvítumegin. Fjórða stærðin er 10—
12 þumlungar og eiga að vera á honum að eins 2
skurðir, báðir hvítu megin. Smærri kola þýðir ekki
að senda. Kolinn verður að vera vel feitur; magur
koli er því nær einkis virði. Körfurnar, sem brúk-
aðar eru 1 Belgíu, eru mjög stórar, og taka 6—700
pund. Iíjeðan væri hentugast að senda kolann í
sildartunnum, sem göt, væri boruð á hjer og hvar,
til þess að enginn pækill safnist fyrir í tunnunni.
Enskir fiskimenn senda mikið af þeim kolum,
sem þeir veiða við Island, saltaða til Antwerpen.
Kolarnir eru sendir í stórum opnum körfum, og því
þursaltaðir. Þrisvar í viku eru þessir kolar seldir
á markaðinum í Antwerpen. Aðflutningurinn er um
120,000 pund á viku hverri, að mestu frá íslandi.
Fiskiveiðar í Norðursjónum eru þegar orðnar svo
eyddar af takmarkalausum yfirgangi enskra fiski-
eimskipa, að stórum hafa minnkað flutningar þaðan
af vænum fiski.
Saltaður þorskur er einnig seldur að miklum
mun í löndum þeim, er jeg hef ferðast um, bæði
venjulegur saltfiskur og einnig pækilsaltaður þorskur.
íslendingar geta, án þess að hætt sje við hina
gömlu og góðu saltfisksverkun, lært talsvert af því,