Andvari - 01.01.1897, Page 219
213
ist ekki. Hann er flattur örvhent við íslenzkan
fisk. Ekki skal fletja dýpra en svo, að helmingur
dálksins sje sýnilegur. Hrygginn skal taka úr
tveimur liðum fyrir aptan blóðdálk, og verður að
skáskera dálkinn, en taka hann ekki í sundur ept-
ir liðamótum. Bezt er að láta síga úr fiskinum, áð-
ur en hann er saltaður. Fiskinn skal hreinsa og
þvo vandlega, en ekki má taka burtu hina svörtu
þunnildishimnu. Leggia skai fiskinn vandlega í
tunnuna og sjá um, að hann bögglist sem minnst;
hann skal saltaður með St. Ybes-salti álika miklu og
brúkað er, þegar saltað er í stakk. Tunnurnar
verða að vera vel fullar. Fyrst er látið þungt farg
ofan á hann og bætt við i tunnuna, þegar fiskurinn
sigur. Þegar hann hefur legið nokkurn tima, verð-
ur að salta hann upp i aðrar tunnur og setja nýjan
pækil á, en fleygja hinum gamla. Síðan skal þjappa
honum saman með skrúfu, sem er ti! þess gjörð, og
hægt er að hafa á þilskipunum til þessara nota,
en gæta skal þess vandlega, að fiskurinn merjist ekki.
Það mundi ef til vill vera heppilegra hjer, að upp-
söltun þessi færi fram á landi, þegar skipin eru
komin inn. Tunnurnar skulu vera úr eik með trje-
gjörðum, og 25—35 þorskar í hverri tunnu, er vega
saltaðir 220— 240 pund netto. Sjeu í tunnunni 40—
50 smærri fiskar, lækkar verðið um 4l/a kr. á tunn-
unni. Fiskurinn á að vera hvitur og feitur.
Aðalmarkaður fyrir þessa vöru er í bænum
Vlaardingen f grend við Rotterdam. Þar seljast á
ári um 13,000 tunnur af hollenzkum saltþorski.
Hjer um bil helmingurinn er borðaður á Hollandi
(þó ekki í stórbæjunum), einn fjórði hluti er fluttur
til Belgíu, en hitt til Þýzkalands, einkum til bæj-
anna Köln, Diisseldorf og Crefeld. Veröið á Hol-