Andvari - 01.01.1897, Page 222
216
Tvö hin stærátu verzlunarhús á Hollandi, sem
verzla með Laberdan í tunnum, eru:
II. Kikicert, Vlaardingen.
Betz & van Heyst, Vlaardingen.
Eigandi hins síðar nefnda verzlunarhúss er hr.
C. A. van Bútiren van Heyst, danskur vicekonsúll í
Vlaardingen.
í Belgíu má benda á þessa kaupmenn, sem
verzla með saltaðan fisk.
A. van Rompa, Vischmarkt, Antwerpen.
Petermanns & Co., Rue de L’Avirón, Antwer-
pen.
Van den Bemden fréres, Kronenburg 28, Ant-
iverpen.
Nýr fiskur.
Nýr fiskur selst íýrir hátt verð í löndum þeim,
er jeg hef farið um. Verðið er víðast hvar tals-
vert hærra en á Englandi. Fiskurinn er mest veidd-
ur á eimskipum og geymdur í ís, en hann skemm-
ist tiltölulega fljótt á þann hátt. Hvergi varð jeg
var við frystihús af þeirri gerð, er tíðkast hjer á Is-
landi, og er mikil furða á, að útlendir fiskkaupmenn
skuli ekki hafa vit á að varðveita fisk sinn í slíkum
góðum húsum. — Að eins í Hamborg er komið frysti-
hús fyrir nýjan lax frá Ameríku, og er hann þaðan
sendur um alla Norðurálfu, beint til neytendanna, og
seldur háu verði.
Laxinn er sendur frá Ameriku á eimskipum með
frystiútbúnaði. Þess konar skip eru nú farin að tíðk-
ast vlða; jafnvel Danir eru nú búnir að fá sje tvö
stór eimskip með frystiútbúnaði, til að flytja á smjör
sitt. í skipum þessum er kuldinn eigi framleiddur