Andvari - 01.01.1897, Page 223
217
með ís og salti, heldur eptir nýjustu tízku að eins
með kolasýru.
Þegar hliðsjón er höfð til þess, hve mjög sam-
göngur hafa aukizt á seinni árum, og hve miklar
framfarir hafa orðið í hvívetna, er óhætt að fullyrða,
að þess muni ekki verða langt að bíða, að fiskur verði
alstaðar látinn í frystihús, þar sem hann er veiddur,
fluttur svo þaðan á skipum með frystiútbúnaði, affermd-
ur og látinn i frystihús í stórborgum heimsins, og
seldur þar nýr úr öllum áttum.
Er þá eptir of miklu vænzt, ef látiu er i ljósi
sú ósk, að einnig íslendingar verði einhvern tíma að-
njótandi þess mikla hagnaðar, sem er í því fólginn
að geta selt allan fisk sinn nýjan i útlöndum fyrir
það verð, sem nýr fiskur gengur þar hæst?
Oss hefur gengið íijótt og vel að koma upp
þessum frystihúsum, sem þegar eru byggð; hvi ættum
vjer þá ekki með tímanum að geta byggt fleiri og
stærri hús, leigt eða keypt skip með frystiútbúnaði
og fengið útlendinga til að byggja frystihús hjá sjer,'
til að taka á móti fiskinum okkar? Með lagi og
góðri samvinnu ætti þetta ekki að vera neitt ókleyft
verk.
Ef skýrslu þessari skyldi þykja ábótavant í ein-
hverju tilliti, skal jeg til afsökunar geta þess, aðjeg
hef ekki getað eytt lengri tíma til ferðarinnar en
hálfum mánuði vegna annara anna.
Reykjavík þ. 14. maí 1897.
D. Thomsen.